Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 209
207
Bókmentasaga Islendínga
2367 á hinni miklu kgl. bókhlöðu í Kh. 2) Ormsbók (Cod. Vorm.) í AM 3)
Delagarðabók í Uppsölum í Svíaríki (Uppsalaedda). —Areiðanlegasta útg., sem
enn sé til af Sn. Ed., er Rasks útg. Stokkh. 1818, í 8vo br. Önnur enn vandaðri
er væntanleg frá AM. með latn útl.2 Eptir því sem er á konungsbókinni
inniheldur Snorraedda, auk formála og eptirmála:
1) Gylfaginníng, það eru hinar eiginlegu goðasögur, um sköpun heimsins,
guðina og ragnarökkur; þar í er vitnað til sumra kvæða, sem finnast í Sæ-
mundareddu, t.a.m. Völuspáar, Grímnismála og Hyndluljóða (sem hér kallast
Völuspá hin skamma); þar að auki eru tilfærðar stökur úr eldgömlum kviðum,
sem nú eru ekki til [t.a.m. Heimdallargaldur]. Þessar goðasögur bera það með sér,
að þær eru komnar úr heiðni, meðan trú manna var bundin við goðasögurnar
t.a.m. þar sem segir um skipið Naglfar (bls. 71); „þat er gert af nöglum dauðra
manna; oc er þat firir því varnanar verk, ef maðr deyr með óskörnum nöglum, at
sá maþr eykr mikit efni til skipsins Naglfars, er goþin oc menn vildi seint at gert
yrþi.“ Og bls. 73, um Viðar í ragnarökkri: „Þegar eptir snýz fram ViðaR, oc stígr
öðrum fæti í neðra keypt úlfsins: á þeim fæti hefir hann þaN skó, er allan aldr
hefir verit til samnat, þat eru bjórar, þeir er menn sníþa or skóm sínum firir tám
eþa hæl; því skal þeim bjórum bravt kasta sá maðr, er at því vill hyggja, at koma
Asunum at liþi.“ Sama kemr og fyrir í sögunni um Þór og Hrúngni, í Skáldskap-
armálum bls. 111, um það er hein Hrúngnis stóð föst í höfði Þór, þar segir: „oc
varþ heinin eigi lavsari, oc stendr eN í havfþi Þór; oc er þat boþit til varnanar, at
kasta hein of gólf þvert, því at þá hræriz heinin í höfoð Þór.“ Þetta eru auðsjáanlega
menjar af Ásatrúnni sjálfri, og næsta ólíklegt að kristinn maðr hefði bætt við
slíkum varúðarreglum.
2) Bragarœður, þær innihalda og goðasögur, og um uppruna skáldskaparins hjá
Ásum, og eru nokkurskonar inngángr til Skáldskaparmála.
3) SkáldskaparmáL, sem í alþýðu tali kallast Skálda, það er um skáldskaparlegar
kenníngar, útskýrðar með goðasögum og kappasögum, og sannaðar með dæmum
fornskálda.
4) Háttatal Snorra, alment kallað Háttalykill Snorra; það er raunar lofkvæði
um Hákon konúng Hákonarson gamla og Skúla jarl, gert með ýmsum fornum
bragarháttum. Hann er 102 erindi, og er ítarlega vandaðr að kveðskap, og svo
hefir skáldinu sjálfu þókt, er hann segir í 100. erindi, sem er með ljóðahætti:
Glöggva grein
ek hefi gert til bragar;
svá er tírætt hundrað talit.
Hróþrs oruerþr
skala maðr heitinn vera,
ef sá fær alla háttu ort.
27 1281 8vo er Litið nœgja að vísa í utgdfu Sveinbjamar d Snorra Eddu: „um þær þjár aðalbækur,
sem til eru af Snorra Eddu er getið um í formálanum fyrir nýu Snorra Eddu.“