Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 212
210
Sveinbjöm Egilsson
það, er Andvaka hét, fyrir Hákon jarl, að bæn hans; tók hún allvel við Snorra og
veitti honum margar sæmilegar gjafir. Hún gaf honum merki það, er átt hafði
Eiríkr Svíakonungur Knútsson; það merki hafði Eiríkr feingið 1210, þá hann feldi
Sörkvi konung Karlsson [í bardaganum] á Gestilreini í Vestragautlandi. Þetta
kvæði er heldr ekki til, en úr því ætla eg vera einn vísuhelmíng í Eddu [í Rasks
útg] bls. 205. Snorri hafði ort 2 lofkvæði um Skúla jarl, áðr hann fór utan 1218,
var annað þeirra stefjadrápa, og er ekkert til af þeim kvæðum, nema klofastefm,
sem voru í drápunni (sjá Sturlúngas. 4, 56); gerðu Íslendíngar spott að þessari
drápu, snéru afleiðis og ortu um. Onnur 2 kvæði gerði Snorri um Skúla, og er
hið fyrra í Háttatali, 31-67. erindi, og hið síðara sst. 68-79 erindi; getur hann
þessara 4 kvæða um Skúla jarl í Háttatali, 69. og 95. erindi.
Lausavísur Snorra eru: 1) um rán Þorvaldssona á Sauðafelli 1229 (Sturl. 5,
110). 2) Eptir bræðrúnga sfna, Sturlu, Kolbein, Markús og Þórð, Sighvatssonu,
orti Snorri vísu, er hann spurði fall þeirra á Örlygsstöðum 1238; hann var þá í
Noregi, og sendi vísuna til bróðursonar síns, Þórðar kakala Sighvatssonar (Sturl.
6, 226). 3) Sama ár orti hann vísu eptir bón Skúla hertoga um lendan mann
norrænan, Gaut Jónsson á Meli, er það var kent, að hann spilti um milli hertogans
og Hákonar konungs. Sú vísa stendr í Fms. 9, 455, og í Sn. Ed. bls. 333. 4) um
Eyjólf nokkurn Brúnason, sem var skáld einkar gott og góðr búþegn, en ekki
féríkr, Sn. Ed. 339. 5) Sn. Ed. 315 tilfærir eptir Snorra 1 vísufjórðúng, sem sýnist
vera upphaf á lofkvæði um Guðmund byskup góða.
Ólafr Hvítaskáld(t 1259). Tveir bróðursynir Snorra Sturlusonar voru merkilegir
rithöfundar, Ólafr og Sturla, launsynir Þórðar Sturlusonar. Ólafr Þórðarson,
kallaðr hvítaskáld, líklega til aðgreiníngar frá Ólafi Svartaskáld Leggssyni, sem
honum var samtíða og vo Jón Murta Snorrason í Björgvin 1231. Ólafr hvítaskáld
hefir ritað nokkuð afmálslistarritunum í Snorraeddu. Afkvæðum þeim, sem hann
hefir gert, er ekki til nema brot, og einstaka lausavísa; má þar af sjá, að hann hefir
verið gott skáld.
Um œfi Ólafs. í uppvexti sínum var hann með föður sínum Þórði Sturlusyni í
Hvammi í Hvammsveit. Þórðr, faðir hans, var vinveittur Snorra Sturlusyni í
deilum þeim, er Snorri átti við þá feðga Sighvat og Sturlu Sighvatsson, og var
Ólafr þá opt í ferðum með Snorra, og var honum mjög handgeinginn. Hann var
í bardaganum í Bæ í Borgarfirði 1237 með Þorleifi í Görðum móðurfrænda
Snorra Sturlusonar móti Sturlu Sighvatssyni, beið Þorleifr þar ósigr, og varð Ólafr
þá að fara utan. Hann var um vetrinn 1237-8 í Noregi; með Skúla hertoga var
hann 1239; hjá Hákoni konungi í Niðarósi um veturinn 1239—40, og kvað þá
vísu um bardagann á Láku á Raumaríki í Noregi, þar sem menn Hákonar konungs
höfðu beðið ósigur fyrir mönnum Skúla hertoga, því þá hafði Skúli hafið uppreisn
gegn Hákoni. Brátt eptir það sýniz Ólafr hafa farið til Danmerkr til Valdimars
Danakonúngs gamla Valdimarssonar (sigrsæla) og verið hjá honum næsta ár, þar
til Valdimar konúngur dó, 28. Marts 1241. Að Ólafr hvítaskáld hafi verið með
Valdimar Danakonúngi, þess getr Sturlunga 7,130:8, með þessum orðum: „Ólafr