Skáldskaparmál - 01.01.1994, Qupperneq 214
212 Sveinbjörn Egilsson
ur. Hann var mikið skáld, og til er eptir hann töluvert af 4 lofkvæðum um Hákon
konúng gamla.
Æfi Sturlu Þórðarsonar. Hann var stórum viðriðinn allar deilur milli Sturlúnga.
Hann fylgdi Snorra Sturlusyni og Órækju syni hans í deilum þeirra við þá feðga
Sighvat Sturluson og Sturlu Sighvatsson. Hann fylgdi [og] þeim feðgum Sighvati
og Sturlu 1238 í Apavatnsför, þegar þeir vildu kúga Gissur Þorvaldsson og taka
undir sig eignir hans og mannaforráð, en reka sjálfan hann utan; hann var og sama
ár með þeim í Örlygsstaðabardaga, móti Kolbeini únga og Gissuri; þar fellu þeir
feðgar Sighvatr og Sturla, og enn 3 synir Sighvats, en Sturla Þórðarson fekk grið
af Gissuri Þorvaldssyni. Eptir það að Gissur hafði látið drepa Snorra Sturluson
1241, var Sturla með Órækju Snorrasyni til hefnda eptir Snorra; þeir drápu Klæng
Bjarnarson, bróðurson Gissurar, er verið hafði að vígi Snorra, gerðu aðför að
Gissuri í Skálholt 1242 og börðust þar, og sættust [þó] um síðir og [var] málið
lagt undir biskupsdóm. En Ormr, bróðir Klængs, var ei ásáttr með þetta; hann
keypti af Kolbeini únga fyrir hundrað hundraða að gánga í málið, gerði Gissur þá
samband við hann, og handtóku [þeir Kolbeinn] þá Sturlu og Órækju við
Hvítárbrú, var Órækja rekinn utan, en Sturla sór Kolbeini eiða.
Sama sumar kom út Þórðr kakali Sighvatsson og hófst til ríkis móti Kolbeini
únga, sem tekið hafði undir sig allan Norðlendíngafjórðung og allar eignir og
mannaforráð þeirra Sighvats og Sturlu eptir bardagann á Örlygsstöðum. Gekk
Sturla þá úr sambandi við Kolbein og í lið með Þórði, og sætti því ofsóknum af
Kolbeini. Sturla bjó á Staðarhóli í Saurbæ. Þórðr kakali setti Sturlu gæzlumann
yfir héruðum [sínum], meðan Þórðr var í liðsdrætti móti Kolbeini. Þeir Kolbeinn
og Þórðr börðust 1244 í sjóorustu á Húnaflóa, var Þórðr liðminni og lét undan
síga, en hélt fram ófriði við hann á landi og var Sturla í ferðum með honum. En
1245 dó Kolbeinn ungi af brjóstmeini; hann hafði verið mesti höfðíngi í Norð-
lendíngafjórðúngi og steypt þar ríki Sturlúnga. Þá var Brandr Kolbeinsson
mannvænlegasti maðr, hraustr og vinsæll, sonr Kolbeins Arnórssonar, er kallaðist
Kolbeinn Kaldaljós og líka Stað[ar]-kolbeinn, tekinn til höfðingja í stað Kolbeins
únga í Hegranesþíngi og Húnavatnsþíngi, en Þórðr fékk aptr föðrleifð sína í
Vaðlaþíngi og Þíngeyjarþíngi, og var Gissur Þorvaldsson í sambandi til styrktar
við Brand. En þeir Þórðr og Brandr urðu ei ásáttir sín á milli, helt Þórðr bardaga
við hann 1246 á Haugsnesi við Djúpadalsá í Skagafirði, var Sturla í þeim bardaga
með Þórði, þar féll Brandr Kolbeinsson. Þeir Gissur og Þórðr sættust á það, að
þeir skyldu báðir fara utan sama ár, og skyldi Hákon konúngur gera um mál þeirra;
og 1247 var Þórðr kakali skipaðr af konúngi yfir allt land til forráða, en Gissur
var eptir í Noregi; lagði Þórðr þá undir sig allt land og kúgaði undir sig
Sunnlendínga, þíngmenn Gissurar.
Hákoni kóngi líkaði það ekki, að Þórðr hafði dregið land undir sjálfan sig, en
ekki haldið því undir konung og boðaði honum utan á fund sinn. Þórðr setti
menn til að gæta ríkis síns, Eyjólf ofsa á Möðruvöllum mág sinn, Sturlu Þórðarson
og Rafn Oddsson (f. 1225, t 1289, hann deildi við Arna byskup um Staðamál),
og sigldi til Noregs 1249; en 1252 gerði konungur þá skipun að heraðsstjórn á