Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 215
213
Bókmentasaga Islendínga
íslandi, að Gissur Þorvaldsson skyldi hafa allan Norðlendíngafjórðúng til Vöðlu-
heiðar, en Þorgils skarði Böðvarsson Borgarfjörð, og skyldi hvor þeirra veita
öðrum; en Þórðr kakali sat þá eptir í Noregi. Þeir Rafn og Sturla fóru að Þórgils
skarða í Stafholt, handtóku hann og neyddu til sambands við sig og Þórð kakala
móti Gissuri, en Þorgils brá upp aptr þessari nauðasætt. Þá ætluðu þeir Sturla suðr
að Gissuri með her, en komust ei yfir Ölvisá, sem ófær var um það leiti. Hinrikr
byskup vildi sætta þá Sturlu og Þórgils, og tókst það ekki, en Gissur lýsti
fjörráðasök að lögbergi 1253 á hendr þeim Rafni og Sturlu. Það ár gerði Gissur
bú á Flugumýri í Skagafirði, tók hann þá undir sig öll ríki fyrir norðan alt að
Hrútafirði. Eptir um sumarið sættust þeir Rafn og Sturla við Gissur, skyldi Hallr,
son Gissurar fá dóttur Sturlu Þórðarsonar; þá sættust og þeir frændr Þórgils Skarði
og Sturla. Sama ár um veturnætur hélt Gissur brúðkaup Halls sonar síns að
Flugumýri, þar var þá Sturla og Rafn, en brátt eptir brúðkaupið kom Eyólfr ofsi,
sem var mikill óvin Gissurar, með her manns og brenndi bæinn á Flugumýri; þar
brann inni kona Gissurar og mart manna, Hallr brúðgumi var veginn, en Gissur
forðaði sér í sýrukeri. Þeir Þorgils og Sturla börðust við Eyjólf ofsa við Þverá í
Eyafirði 1255, Þorgils til þess að ná undir sig sveitum fyrir norðan, en Sturla til
að hefna Halls mágs síns; á þeim fúndi höfðu þeir Sturla sigr, féll Eyjólfr ofsi, en
Þorgils náði ríki í Skagafirði, en var svikinn og veginn á Hrafnagili 1258.
Gissur sigldi árið eptir Flugumýrarbrennu; þá var Þórðr kakali enn í Noregi,
en hann varð bráðkvaddr þar 1256. Þá gaf Hákon konungur Gissuri jarlsnafn og
setti hann yfir Sunnlendíngafjórðung og Norðlendíngafjórðúng og allan Borgar-
fjörð; var Gissur heitbundinn við Hákon konung að skattur skyldi viðgángast á
íslandi. Gissur jarl settist nú að á Reynistað í Skagafirði, og gerðist Sturla lendr
maðr hans, skipaði Gissur jarl Sturlu yfir Borgarfjörð og hét honum að auki
miklum sæmdum; en 1261 tók Hákon konungr Borgarfjörð af Gissuri jarli og
fékk Rafni Oddssyni, gjörðist þá fúllr fjandskapr milli þeirra Sturlu og Rafns, og
ofsókti Rafn Sturlu svo fast, að hann varð að flýa land, og sigldi hann til Noregs
1263. Þá var Hákon konungr farinn herför sína hina síðustu vestr um haf til
Orkneya, hafði Sturla verið mjög affluttr við Hákon konung, og svo son hans,
Magnús lagabæti, er þá hafði tekið ríki í Noregi. Sturla fekk þó snúið skapi
Magnúsar konungs, færði Sturla honum kvæði, er hann hafði ort um hann, og
annað, er hann hafði ort um Hákon konung, föður hans; komst Sturla síðan í
mestu kærleika við konúng, og hafði konungur hann mjög við ráðagjörðir sínar,
því Sturla var vitr maðr og forspár.
Konúngur skipaði honum þann vanda, að setja saman sögu Hákonar konúngs
Hákonarsonar, föður hans, eptir sjálfs hans ráði og hinna vitrustu manna forsögn.
Þetta er Hákonarsaga gamla, sem útgefin er í Fms. 9 og 10 b. í 333 kapítulum. í
275. kap. sögunnar segir Sturla, hvenær sagan er rituð, þar sem hann kemst svo
að orði um Friðrik Þýzkalands keisara Hinriksson 2, sonarson Friðriks rauðskeggs:
„hann var keisari 19 vetr og 20, en eptir hann féll niðr keisaradómrinn, og eingi
hefir verið síðan, þar til er þessi bók var samansett, og Magnús hafði konungr
verið að Noregi 2 vetr, síðan Hákon konungr fór vestr um haf.“ En það er kunnugt