Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 218
Er Egilssaga „Norse“?
JÓNAS KRISTJÁNSSON
Norðmenn og íslendingar
„ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Hálfdanarsonar
hins svarta í þann tíð [...] er ívar Ragnarsson loðbrókar lét drepa Eadmund hinn
helga Englakonung, en það var sjö tigum vetra hins níunda hundraðs eftir burð
Krists að því er ritið er í sögu hans.“ Svo segir Ari fróði Þorgilsson í íslendingabók
(1988:4).
Flest bendir til að þetta sé rétt hermt, bæði um uppruna íslendinga og tímatal
fslands byggðar. Langflestir landnámsmenn — það er að segja þeir frjálsu karlar
sem ferðinni réðu — hafa verið norskir, þótt getið sé um stöku landnema af öðru
þjóðerni. Flestir komu beint frá Noregi, en sumir frá Bretlandseyjum, og þaðan
höfðu margir meðferðis eiginkonur og þræla af írskum og skoskum ættum.
Samkvæmt þessu hefúr mikill meirihluti íbúa íslands verið Norðmenn á allra elstu
tímum, og tunga þeirra og ráðandi menning hefur verið norsk.
En hvenær hættu þeir að vera norskir og gerðust íslendingar? Þessi spurning
er stundum lögð fyrir mig, og svara ég þá samkvæmt brjóstviti mínu að það hafi
gerst þegar Alþingi var stofnað og landsmenn allir tóku upp „ein lög“, þau hin
sömu sem Þorgeir Ljósvetningagoði vildi eigi slíta í sundur við kristnitökuna árið
1000. Aður var talið að þetta hefði fram farið árið 930, og við það var miðað þegar
hátíðlegt var haldið þúsund ára afmæli Alþingis 1930. Nú þykir raunar líklegra
að þetta hafi gerst nokkrum árum fyrr, segjum kringum 920. Frá þeim tíma hafa
íslendingar búið á íslandi. Góð hugleiðing um þetta efni er í ritgerð Gunnars
Karlssonar, Upphaf þjóðar á íslandi (1988).
Heimildir brestur um það hvenær fyrst var farið að tala um íslendinga, en ætla
má að það hafi gerst um sömu mundir eða litlu síðar. Snorri Sturluson segir frá
því í Heimskringlu að hinn norski Eyvindur skáldaspillir, sem uppi var á tíundu
öld, hafi ort „drápu um alla íslendinga“ (1991:147), og hafi þeir launað honum
með því að gefa honum mikinn feldardálk af silfri. En sakir fátæktar hlaut
Eyvindur að farga dálkinum, og getur hann þess í vísu sem Snorri tilfærir. Skáldið
býr til kenninguna „álhiminn“ fyrir ís, og kallar hina gjafmildu þjóð „álhimins-
lendinga":
Fengum feldarstinga
fjörð og galt við hjörðu,
þann er álhimins utan
oss lendingar sendu.
(1991:148)
SKÁLDSKAPARMÁL 3 (1994)