Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 219
Er Egilssaga „Norse “? 217
(„Ég fékk í fyrra feldardálk sem íslendingar sendu mér utan, og galt hann fyrir
búfé.“)
Efunarmenn kunna að segja að þessari heimild muni varlega treystandi,
frásögnin sé öll með ævintýrabrag og við búið að vísan sé ranglega feðruð og
tímasett. En fáir munu draga í efa að rétt séu feðraðar Austurfararvísur Sighvats
Þórðarsonar sem ortar hafa verið 1018 samkvæmt tímatali íslenskra heimilda. Þá
fór hann til kvonbæna fyrir Ólaf helga frá Noregi austur til Gautlands og átti
erfiða för. Rögnvaldur Gautlandsjarl gaf honum gullhring þegar fúndum þeirra
bar saman, en konu einni verður starsýnt á hin dökku augu hans:
Oss hafa augun þessi
íslensk, konan, vísað
brattan stíg að baugi
björtum langt hin svörtu
segir skáldið (1991:349). („Þessi hin svörtu íslensk augun hafa vísað mér langt
brattan stíg að björtum baugi, kona góð.“)
A fyrstu öldum landsbyggðar áttu Islendingar eiginn skipastól og voru víðförlir
menn. Þeir sigldu enn lengra í vesturátt, námu land á Grænlandi, fúndu Vínland
hið góða og bjuggu þar um skeið. Þess má geta að í byrjun 12. aldar talar Ari fróði
fullum fetum um „Grænlendinga“, það er að segja nána niðja þeirra manna sem
„fundu og byggðu“ Grænland frá íslandi rúmri öld fyrr: „. . . af því má skilja að
þar hafði þess konar þjóð farið er Vínland hefir byggt og Grænlendingar kalla
Skrælingja" (1988:7).
Eftir kristnitöku stunduðu ungir lærdómsmenn nám í ýmsum Evrópulöndum
og fóru pílagrímsferðir til heilagra staða suður í heimi. Engu að síður voru skiptin
langsamlega mest við móðurlandið Noreg og við hina norsku bræðraþjóð. Til
Noregs fluttu íslendingar vörur sínar — vaðmál, skinn og skreið, og keyptu í
staðinn annað sem ekki fékkst hér á landi til nægtar, einkum timbur og kornvöru.
Fljótlega þvarr hinn upprunalegi skipastóll íslendinga, en úr íslenskum viði var
ekki unnt að smíða haffær skip, og tóku þá norskir farmenn að sér siglingar til
íslands. Kristin trú, sem lögtekin var á Alþingi árið 1000, barst hingað frá Noregi,
og hin kristna bókmenning var í fyrstu sameign þjóðanna. Framan af Iaut kirkjan
í báðum löndum erlendum erkibiskupum, en eftir að erkistóll var settur í Niðarósi
um miðja 12. öld var íslenska kirkjan lögð undir hann. Loks tengdust löndin
rammlegum böndum þegar íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og sóru
honum „land og þegna og ævinlegan skatt“ á árunum 1262-64. Laut ísland síðan
norska konunginum uns bæði löndin komust undir veldi Danakonungs við lok
14. aldar.
Þegar þjóð vor kemur fram í birtingu sögunnar er menning hennar þegar orðin
sérstæð á margan hátt, og hélst svo þegar aldir runnu. Sumir hafa viljað skýra þetta
með sérstöku vali þeirra manna sem hingað fluttust frá Noregi. Aðrir gera ráð fyrir
blöndun landnámsmanna frá þjóðum á Bretlandseyjum, einkum frá Irum og