Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 221
Er Egilssaga „Norse“?
219
þess varir, og lítum á það sem freka ásælni eða annað verra. Oftasr er þetta að vísu
í græskuleysi gert, af einfeldni og vanþekkingu. En samt hefur það líka brunnið
við, að ágætir norskir fræðimenn hafa gefið þessari skoðun undir fótinn, einkum
um miðja 19. öld, meðan Norðmönnum var ekki vaxinn svo fiskur um hrygg sem
síðar varð og þeir þóttust í baráttu sinni fyrir jafnrétti við hinar Norðurlandaþjóð-
irnar, eftir langt niðurlægingarskeið, þurfa allra sinna muna með — og helzt
nokkurs af annarra munum líka.“ (1941:11)
En samtímis því sem Norðmenn þrútnuðu að þjóðmetnaði og efldust að
sjálfstæði var ,Jitli bróðir“ á íslandi einnig að rísa á legginn, og hann heimtaði
sinn rétt — ekki aðeins frá hinni dönsku drottinþjóð heldur og frá frændum í
Noregi. Eitt af því sem oss var þyrnir í augum var boðskapurinn um norskt
þjóðerni fornrita vorra, og þá sér í lagi Heimskringlu sem var Norðmönnum svo
ákaflega hugfólgin. Og með vaxandi sjálfsþótta og virðingu annarra þjóða hefur
oss smám saman tekist að fá ftrlla viðurkenningu fyrir íslensku þjóðerni Snorra
Sturlusonar, enda torvelt að halda öðru fram þar sem á hans dögum voru liðnar
þrjár aldir frá landnámi íslands. Nú höftim vér náð svo langt að nálega allir
Norðmenn vita að Snorri var íslendingur — „það er að segja þeir sem ekki halda
að hann sé bók,“ eins og einn norskur vinur minn sagði við mig.
Hinn snarpi munur á viðhorfi íslendinga og Norðmanna á 19. öld til þjóðernis
tungu vorrar og bókmennta kemur glögglega fram í heitum tveggja helstu
orðabóka fornmálsins. Islendingurinn Guðbrandur Vigfússon kallar orðabók
sína, sem út kom árið 1874, An Icelandic-English Dictionary. (í orðabók þessari
eru einnig, eins og vera ber, tekin gild orð úr íslensku nútíðarmáli þótt þau komi
ekki fyrir í rituðu máli fornu.) En orðabók Norðmannsins Johans Fritzners, sem
kom út á árunum 1886-96, heitir á titilblaði Ordbog over detgamle Norske Sprog.
A síðara hluta 20. aldar hefði enginn Norðmaður dirfst að nefna þessu nafni
orðabók sem að drjúgum hluta fjallar um íslenskt ritmál. Þróunin endurspeglast
í nöfnum hinnar samþjöppuðu fornmálsbókar sem fyrir öndverðu var gerð af
norsku fræðimönnunum Marius Hægstad og Alf Torp. Fyrsta útgáfa 1909
nefndist Gamalnorsk ordbok, og sama heiti bar önnur útgáfa 1930. En þriðja
útgáfa, sem kom 1975, nefnist hinsvegar Norron ordbok.
Gammal götska — dönsk tunga — norræna
Á síðari öldum hafa áhugi og þekking á íslenskum og norskum fornbókmenntum
ekki verið bundin við upphafslöndin tvö. Á 17. og 18. öld kepptust þáverandi
forustuþjóðir Norðurlanda, Danir og Svíar, við að safna íslenskum handritum og
nýta fornsögur vorar sem heimildir um sína eigin fornöld. Fyrstu fornsagnaútgáf-
urnar komu í Svíþjóð á 17. öld, og til að treysta sem best eignarrétt sinn kölluðu
hinir sænsku útgefendur tungumál sagnanna „forngausku“ —gammalgötska. Á
sama hátt reyndu danskir fræðimenn að teygja bókmenntir vorar sem mest til sín.
Má sem dæmi nefna að fornfræðingur Danakonungs, Tómas Bartholin, setti með
aðstoð Árna Magnússonar saman mikið rit um „fyrirlitningu hinna heiðnu Dana