Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 223
Er Egilssaga „Norse“?
221
hér. En af öllum tungum öðrum en af danskri tungu þá á engi maður hér vígsök að
sækja af frændsemis sökum, nema faðir eða sonur eða bróðir . . . (1992:239).
Hér er merking orðanna heldur en ekki greinileg: Norrænir konungar eru sama
sem norskir konungar, en „tunga vor“, það er að segja sú tunga sem töluð er á
íslandi, er í „þriggja konunga veldi“ — danskra, sænskra og norrænna (þ.e.
norskra). Allir aðrir útlendir menn eru taldir vera af „tungum öðrum en af danskri
tungu“ — og samkvæmt því er tunga vor sama sem dönsk tunga, eins og fýrr segir
og glöggt er af öðrum heimildum.
Merkingin norrann sama sem norskur lifir að minnsta kosti fram á þrettándu
öld. í Apavatnsför 1238 spurði Gissur Þorvaldsson Sturlu Sighvatsson „hvort
hann skyldi vinna norrænan eið eða íslenskan“ (1988:400), og kaus hann að vinna
norrænan, það er að segja norskan eið.
I Lilju, sem talin er ort um miðja 14. öld, er enn talað um ljóð þau er fornskáldin
„sungu . . . með danskri tungu“. En rit íslenskra siðskiptamanna á 16. öld, svo
sem Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og Guðbrandsbiblía, eru hinsvegar
sögð „útlögð á norrænu“. í 3. útgáfii Biblíunnar, sem gerð var í Kaupmannahöfn
1813, er í fyrsta sinn sagt að hún sé „útlögð á íslendsku“. í síðari útgáfum er hætt
að geta þess hvert tungumálið er á Biblíu vorri, og mun öllum ætlað að greina það
svart á hvítu.
Norrön — oldnordisk — vestnordisk
Vér íslendingar erum nú að mestu hættir að nota orðið „norræna" um tungu vora,
hvort sem er að fornu eða nýju, og nefnum hana oftast sínu rétta þjóðlega nafni.
Orðið „norrænn“ er hinsvegar látið ná yfir öll Norðurlöndin að íslandi með töldu
og merkir nú sama sem nordisk á öðrum Norðurlandamálum og nordisch á þýsku.
(Um samsvarandi orð á ensku, Nordic, verður síðar rætt.)
En í Noregi var Biblían ekki „útlögð á norrænu". Norðmenn hlutu að bjargast
við dönsku Biblíuna, og öldum saman höfðu þeir ekki annað ritmál en dönskuna.
í Skandínavíu gleymdist orðið ‘norrænn’ samtímis því sem vér tókum að nota það
fiillum hálsi um vora tungu. Þegar íslendingum óx fiskur um hrygg á nítjándu
öldinni, skildu menn að ósvinna var að kalla íslenskar bókmenntir norskar. En
ekki var heldur gott að kalla norskar fornbókmenntir íslenskar. Leystu Skandína-
var þá vandann með því að endurvekja hið gamla orð ‘norrænn’ og bjuggu til
nútíma-myndina norrön sem þeir nota um hina fornu tungu og bókmenntir
Norðmanna og íslendinga. Um þetta orð segir í Nudansk ordbog(\?>. útg., 1986):
norron ... i 19. árh. genoptaget fra oldn. norroenn, norðroenn . . . om gammelnorsk,
-islandsk og -færoisk: de islandske sagaer indtager en fremtrœdende plads inden for n.
litteratur.
— Þannig hefur skandínavíska orðið norrön þrengri merkingu en íslenska orðið
‘norrænn’ í nútíma merkingu.