Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 224
222
Jónas Krisljánsson
Sömu merkingar virðist vera orðið „oldnordisk" sem einnig var mjög notað á
19. öldinni og nokkuð fram á þessa öld. Bæði orðin, norrön og oldnordisk, þoka
stundum í fræðiritum fyrir orðinu ‘vestnordisk’, sem er landfræðilega og málfræði-
lega notað um norsku, færeysku og íslensku (andspænis östnordisk sem táknar
dönsku og sænsku). Ég vitna enn í Nudansk ordbog.
oldnordisk . . . fællesbetegnelse for de (indbyrdes lidt afvigende) sprog gammelnorsk
(ca. 800-1300) og oldislandsk (ca. 900-1300), som man tidligere antog for at være det
fællesnord. grundsprog; fagligt foretrækkes betegnelsen vestnordisk. . .
Þegar Jón Helgason skrifaði um hinar fornu norsku, og þó einkum íslensku
bókmenntir 1934 nefndi hann bók sína Norron litteraturhistorie. Og þetta norsk-
íslenska félagsheiti mun styrkjast mjög í sessi við útkomu hinnar miklu nýju
fornmálsorðabókar sem Arnanefnd í Kaupmannahöfn gefur út, Ordbog over det
norroneprosasprog. (Um hinn enska titil bókarinnar mun síðar rætt.)
Vitanlega er hitt einnig algengt, ef menn þykjast hafa nóg rými á pappírnum,
að nefna hvorttveggja þjóðernið, hið norska og hið íslenska. Den oldnorske og
oldislandske litteraturs historie nefnist bókmenntasaga Finns Jónssonar (1894-
1902). Norges oglslands litteratur indtil utgangen av middelalderen kallar Fredrik
Paasche sína bókmenntasögu (1924); og á sama hátt setur Jón Helgason (1953)
fyrirsögnina „Norges og Islands digtning“ yfir bókmenntasögukafla sinn í Nordisk
Kultur.
Að lokum skal stuttlega nefnt norræna orðið skandinavisk, á ensku Scandina-
vian. Eins og fleiri orð sem snerta hin norrænu lönd og ríki er merking þess
nokkuð á reiki: Stundum er það haft um öll ‘Norðurlöndin’ að Islandi, Færeyjum
og Finnlandi með töldum, stundum um öll þessi lönd að undan teknu Finnlandi,
stundum aðeins um Noreg og Svíþjóð, en venjulega um miðjulöndin þrjú, Noreg,
Svíþjóð og Danmörku og þjóðir þær er þau byggja. Hér á landi er venja að nota
slanguryrðið ‘skandínavískur’ í þessari síðast töldu merkingu, og svo mun ég gera
stöku sinnum hér á eftir.
Germanisch — altnordisch — islándisch
Samfara vaxandi áhuga og þekkingu á bókmenntum vorum á 19. öld, tóku
Þjóðverjar og aðrir þýskutalendur að velta fyrir sér hverju nafni skyldi nefna
tungumál hinna fornu rita íslendinga og Norðmanna. Árið 1867 birti Konrad
Maurer allmikið rit sem hann nefndi Ueber dieAusdriicke: altnordische, altnoriveg-
ishe und islándische Sprache. I athugasemdum, sem fylla 182 þéttprentaðar smá-
leturssíður, er raunar fjallað um fjölmargt fleira heldur en nafn bókarinnar bendir
til. Maurer mælir með því að tunga Eddanna og fornsagnanna skuli nefnast íslensk
tunga. Röksemdir hans eru þær að Islendingar en ekki Norðmenn hafi átt mestan
þátt í þessum bókmenntum, og að einungis á Islandi hafi tungan varðveist sem
kirkju-, skóla- og embættismál og sem talmál allra stétta. Ályktarorð hans eru
þessi: