Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 226
224
Jónas Kristjánsson
jafnvel altwestnordisch, „forn-vestnorræn“ (sbr. vestnordisk á skandínavísku mál-
unum sem fyrr er um getið). En yfirleitt láta þeir nægja að kalla vorar gömlu
norsk-íslensku bókmenntir altnordisch, og fer ekki sögum af að það hafi valdið
miklum sárindum með Dönum og Svíum.
Nordic — Norse — Icelandic
Þótt nokkuð hafi vafist fyrir Skandínövum og þýskutalandi mönnum að nefna
þjóðerni hinna fornu bókmennta vorra, þá er það hégómi móts við það ógnar-basl
sem þjakað hefur enskumælandi menn í því efni. Eins og nýhermt var nota
Skandínavar orðið nordisk og Þjóðverjar nordisch þegar þeir vilja forðast að segja
islandsk eða Islandisch. En enska orðið Nordic, sem samsvarar að uppruna og
hljóðlíkingu nákvæmlega orðunum nordisk og nordisch, hafði lengi aðra og
undarlega merkingu: Það var haft um langhöfða menn, Ijóshærða og hávaxna, og
segja orðabækur að slíka menn sé einkum fyrir að hitta í Norður-Evrópu, svo sem
í Skandínavíu og á norðanverðu Bretlandi. Til sanninda tek ég skýringar úr
tveimur ágætum enskum orðabókum, og er önnur frá Englandi en hin frá
Bandaríkjunum. Utgáfur þær sem ég hef í höndum eru nýlegar, en textinn hefur
haldist úr eldri gerðum frá 19. öld eins og verða vill í orðabókum.
The Shorter OxfordEnglish Dictionary (útg. 1978. Bókin er alls 2672 bls.):
Nordic .. . Of or pertaining to the type of northern Germanic peoples represented by
the blond dolichocephalic inhabitants of Scandinavia and the North of Britain.
Webster’s ThirdNew International Dictionary ofthe English Language, Unabridged
(útg. 1966. Bókin er 2662 bls.):
Nordic . . . adj. . . . 1 : of or relating to the Germanic peoples of northern Europe 2 :
of or relating to a physical type characterized by tall stature, long head, light skin and
hair, and blue eyes, occurring most frequently in northern Europe, and regarded by
some as a racial division of the Caucasian . . . 4 : of or relating to Norway, Sweden,
Denmark, Iceland, and Finland.
Þegar þessi gamla og kynlega merking orðsins Nordic er höfð í huga, skilst hví
Engilsaxar hikuðu við að fylgja eftirdæmi frændþjóða sinna í austri sem nota
samsvarandi orð um fornbókmenntir vorar. Það er engan veginn víst að höfundur
Njálu hafi verið ljóshærður langhöfði, og beinlínis verður að telja ósennilegt að
hann hafi átt heima á Bretlandi norðanverðu — þótt sögunni víki raunar þangað
á kafla undir lokin. Og engilsaxneskir fræðimenn hafa aldrei lagt í að búa til nýtt
orð eða gefa gömlu orði nýja merkingu líkt sem Skandínavar gerðu við orðið
norrön. Þess í stað hafa þeir haldið sfnum gamla vana að nota orðið Norse eða Old
Norse, sem sé ‘norskur’ eða ‘forn-norskur’. Þessa nafngift má með hörkubrögðum
réttlæta þegar um er að ræða tungumáliðá elsta stigi, meðan kalla má að ein tunga