Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 227
225
Er Egilssaga. „Norse‘7
gengi í Noregi og á íslandi. En sama máli gegnir ekki um þjóðina sem byggir ísland
og þau verk sem hún skóp. Þjóðin er íslensk en ekki norsk. Bókmenntirnar eru
íslenskar en ekki norskar.
Ýmsir sögufróðir menn og góðviljaðir oss Islendingum fundu að þessi mál-
notkun var miður vel við hæfi. En í stað þess að nefna hlutina sínum réttu nöfnum,
ellegar nota hlutlaust orð (sbr. norrön og nordisch), hafa þeir reynt að leysa vandann
með því að breyta merkingu orðsins Norse og láta það í vitund sinni merkja sama
sem íslenskur eða norskur og íslenskur.. Þessi málvilla er einkar skaðvænleg oss
íslendingum íýrir þá sök að ensk tunga flæðir nú yfir veröldina, og mikið af því
sem birt er um forna sögu vora og menningu er ritað á því tungumáli.
Mjög styrkti það villu þessa meðal enskumælandi þjóða er hinn kunni enski
fræðimaður E. V. Gordon gaf út An Introduction to Old Norse (1927), þar sem allt
lesefnið er tekið úr íslenskum fornritum. Þessi bók hefúr verið gefin út hvað eftir
annað og æ síðan verið ein hin helsta kennslubók í tungu vorri og bókmenntum.
í formálsorðum höíundar kemur þó vel fram að honum er ljóst, sem vænta má,
að þorri bókmenntanna er íslenskur, og hann virðist raunar ósáttur við það að á
Englandi sé ‘Old Norse’ haft um það sem sé glögglega íslenskt: „There has too
long been a notion in England that ‘Old Norse’ is synonymous with ‘Old
Icelandic’, and even our more scholarly books constantly quote distinctively
Icelandic forms as ‘Old Norse’.“
Ótöluleg dæmi mætti nefna þar sem þjóð vor og fornrit eru fúllum fetum
kölluð Norse. Hér skal fátt eitt tíundað.
(1) Árið 1964 birti hinn ágæti velski fræðimaður og íslandsvinur, Gwyn Jones,
rit sem hann nefnir The Norse Atlantic Saga, og hefúr sem undirtitil: „Being the
Norse Voyages of Discovery and Settlement to Iceland, Greenland and America.“
í ritinu sjálfu hefúr hann um þjóð vora og þjóðerni orðin „Norse“ eða „Icelandic“
í belg og biðu. „... The Icelanders colonized the south-west coast of Greenland,“
segir hann í upphafi rits (bls. v: „íslendingar námu suð-vesturströnd Grænlands“).
En síðar talar hann um „Norse Greenland“ (bls. 50) og „the Norse settlements in
Greenland“ (55), sem sé „hinar norsku nýbyggðir á Grænlandi“.
(2) Fyrir nokkrum árum reit Bandaríkjakonan Roberta Frank bók um hin
fornu dróttkvæði, OldNorse CourtPoetry (1978). I bókinni eru teknar til skýringar
margar dróttkvæðar vísur, og eru flestallar eftir íslensk skáld, enda er þorri allra
varðveittra dróttkvæða íslenskur eins og kunnugt er.
(3) Á hinni miklu víkingaaldar-sýningu í Jórvík á Englandi, sem sótt er af
milljónum gesta ár hvert, hefúr verið dreift gamansamlegri stælingu á fornsögum
vorum sem nefnist Jórvíkur saga. Höfúndur er Christine E. Fell prófessor í
Nottingham. í upphafi ritsins er talað um „the Norse Egils saga “. Og á síðunni
andspænis er mynd úr handriti lögbókar, „a law-code manuscript in Old Norse“,
en um er að ræða Jónsbók sem í gildi var hér á landi frá 1281 og langt fram eftir
öldum; handritið er skrifað um 1600.
(4) Hinir norsku landkönnuðir Anne Stine og Helge Ingstad gáfú árið 1985
út fagurt og fróðlegt rit um Vínlandsferðirnar og um rannsóknir hinna fornu rústa