Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 228
226
Jónas Kristjánsson
á Nýfundnalandi. Ritið nefnist TheNorse Discovery ofAmerica, og í textanum er
sama orð auðvitað haft um hina fornu íslensku landkönnuði og landnámsmenn.
(5) Það er dapurlegt að sjá að hin nýbyrjaða fornmálsorðabók, sem sjálf
Arnanefnd í Kaupmannahöfn gefur út og sem heitir á dönsku Ordbog over det
norroneprosasprog (sjá fyrr), nefnist á ensku titilblaði A Dictionary of Old Norse
Prose. Víst má telja að meiri hluti orðaforða þessarar bókar verði sóttur í íslensk
fornrit. Hví stendur þá á titilblaði aðeins orðið Norse, sem merkir sama sem
Norwegian samkvæmt öllum orðabókum enskrar tungu? Hví má Icelandic ekki
sjást í heiti bókarinnar? Ekki hræddist Guðbrandur Vigfússon að kalla sína
orðabók An Icelandic-English Dictionary.
En það mun ávallt reynast torvelt að fá heilskyggna menn til að trúa því að
rautt sé blátt eða að íslenskt sé norskt. Málfræðilega eru orðin Norse og norskur
runnin af sömu rót, enda hljómur þeirra næsta líkur. Og samkvæmt orðabókum
er helsta — í sumum bókum eina merking orðsins Norse gefin sama sem
Norwegian, það er að segja norskur.
Þessu til sönnunar skulu hér á eftir tekin dæmi úr fimm mikils metnum
orðabókum enskrar tungu til sýnis um það hversu orðið Norse er út lagt. Þrjár
bókanna eru út gefnar í Englandi, en tvær í Bandaríkjunum.
The Shorter Oxford English Dictionary (sjá hér á undan):
Norse...A. sb. 1. A Norwegian. Now only as collect. sing. = Norwegians. 2. The
Norwegian tongue 1688. B. adj. Norwegian; from, or belonging to, Norway 1768.-
Hence Norseland, Norway. Norseman, a Norwegian.
A. 2. OldN., the language of Norway and its colonies down to the 14th c. (sometimes
loosely used to include early Swedish and Danish).
(Skýringar: sb. = substantive, þ.e. nafnorð. collect. sing. = collective singular, þ.e.
safnheiti í eintölu. adj. = adjective, þ.e. lýsingarorð. c. = century, þ.e. öld.)
Websters Third New International Dictionary ofthe English Language, Unabridged
(sjá hér á undan):
'norse...«, plnorse...l...a : SCANDINAVIANS b : NORWEGIANS 2 a : NORWEGIAN 2 b
: any of the western Scandinavian dialects or languages c : the Scandinavian group of
Germanic languages
2norse...adj... 1 : ofor relating to ancient Scandinavia or the language ofits inhabit-
ants (Norse mythology) 2 : of or relating to Norway or the Norwegians : NORWEGIAN
(Skýringar: n = noun, þ.e. nafnorð. pl = plural, þ.e. fleirtala.)
The Random House Dictionary, College edition (útg. 1968, 1568 bls.):
Norse...adj. 1. belonging or pertaining to Norway, esp. ancient Norway with its
colonies, or to ancient Scandinaviagenerally. —n. 2. (construedaspl.) the Norwegians.