Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 229
Er Egilssaga „Norse“?
227
3. (construed as pl) the ancient Norwegians. 4. (construed as pL) the Northmen or
ancient Scandinavians generally. 5. The Norwegian language, esp. in its older forms.
Cf. Old Norse.
(Skýringar: esp. = especially, þ.e. einkum. cf. = confer, þ.e. samanber.)
OxfordAdvancedLearner’s Dictionary ofCurrent English {ú.tg. 1986, 1041 bls.):
Norse...« the Norwegian language. adj. of Norway.
Allt og sumt í þeirri bók!
The Chamber’s Dictionary (útg. 1993, 2062 bls.):
Norse . . . adj. Norwegian; ancient Scandinavian. — n. the Norwegian language; the
Germanic language of the ancient Scandinavians from which the modern Scandinav-
ian languages are derived (also Old Norse).
Að sjálfsögðu mætti auka við dæmum úr mörgum fleiri orðabókum, en þetta
verður látið nægja. Hér er um að ræða fimm orðabækur af meðalstærð eða vel það
sem mjög eru notaðar af einstaklingum og stofnunum um víða veröld. Sem sjá
má ber orðabókunum ekki fullkomlega saman, og ruglingurinn mundi koma enn
betur í Ijós ef fleiri bækur væru teknar til vitnis.
En tvennt er þó sameiginlegt öllum þessum orðabókum — og öðrum sem ekki
er til vitnað: (1) I þeim er aðalþýðing eða ein þýðing orðsins Norse sama sem
Norwegian, ’norskur’; í sumum bókum er þetta meira að segja eina þýðingin. (2)
Engin ensk orðabók nefnir Tslendinga’ eða lýsingarorðið ‘íslenskur’ sem þýðingu
á orðinu norse. Sumar orðabækur segja þó eitthvað á þá leið að Old Norse merki
‘the language of Norway and its colonies’ fram á 14. öld, og mundi ísland að vísu
teljast vera ein afþessum ‘nýlendum’. En ef Norse merkir norskur, þá hlýtur Old
Norse að merkja sama sem fom-norskur\
Af þessum tilvitnunum í orðabækur má ljóst vera að orðið Norse er óhafandi
með öllu um íslensku þjóðina og bókmenntir hennar. Norðmenn hafa íyrir löngu
viðurkennt sjálfstætt þjóðerni vort þegar á tíundu öld. „Islandsk hovding og skald“
segir Aschehougs Konversasjonsleksikon um Egil Skallagrímsson, sem talinn er
fæddur um 910. En það sem Norðmenn hafa rétt oss af bróðurlegum drengskap
vilja annarra þjóða menn nú þröngva til þeirra aftur með ofríki á silfurdiski enskrar
tungu.
Raunar veit ég vel að margir nota orðið Norse einungis af vangá um þjóðerni
vort og menningu. Þegar við Helge Ingstad unnum saman að nýrri bók um
Vínlandsferðirnar íyrir fáum árum, kom hann úr kafi þegar ég hélt því fram að
Norse væri ónothæft um viðfangsefni okkar. Aldrei hafði hann hugleitt að orðið
merkti nokkuð annað en það sem á norsku er kallað „norran“. En þegar ég hafði
sýnt honum þýðingar í orðabókum, lét hann fljótt undan síga, og við sættumst á
það að kalla bókina hlutlausu nafni, „The Viking Discovery of America".