Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 231
Er Egilssaga „Norse'?
229
Orðið Nordic er nú yfirleitt notað í sömu merkingu sem samsvarandi orð í
frændmálunum, og er vissulega hagræði að þeirri samræmingu. Sú merking
kemur þegar fram sem ein skýring orðsins í Webster’s Third New International
Dictionary sem til er vitnað hér á undan: „4 : of or relating to Norway, Sweden,
Denmark, Iceland, and Finland.“ Og spánný orðabók Breska útvarpsins hefur
þetta að segja (BBCEnglish Dictionary, 1. útg. 1992):
1 Nordic means relating to the countries Norway, Sweden, Denmark, Iceland and
Finland. He considers that the British political landscape resembles that of the Nordic
countries... The speach was welcomed by Nordic leaders—although cautiously by Norway.
Ensk-íslensk orðabók kennd við Sören Sörenson (1984) gefur aðeins merkinguna
„norrænn“ (lýsingarorð) og „norrænn maður“ (nafnorð). „Norræna húsið“ í
Reykjavík köllum vér fullum fetum The Nordic House. Og það sýnir glögglega
hverja merkingu Norðurlandabúar leggja á vorum dögum í orðið Nordic að þeir
nota það sem enska þýðingu á nafni hinnar miklu samvinnustofnunar allra
norrænna ríkja. Nordisk Rád nelmsi hún á norsku, sænsku og dönsku, en á ensku
Nordic Council. Þetta virðist vera háskalaust, og mun ekki hafa sætt neinum
andmælum af hálfu þeirra hávöxnu, ljóshærðu og bláeygu manna sem byggja
norðanverðar Bretlandseyjar.
Helst mætti finna orðinu Nordic til foráttu að merking þess sé nokkuð rúm —
það taki yfir öll Norðurlöndin en ekki aðeins Noreg, Færeyjar og ísland. En sami
annmarki er á skandínavíska orðinu nordisk og þýska orðinu nordisch, og eru menn
þó óhræddir við að nota þau í þrengri merkingu, ef þurfa þykir. Til að taka af
tvímæli segja menn þá stundum vestnordisk, eins og fyrr er lýst; og ekki sé ég neitt
því til fyrirstöðu að segja með sama hætti WestNordicef menn langar til að bægja
Svíum og Dönum frá tungumáli og öðru sameiginlegu erfðagóssi hinna þriggja
„vestnorrænu“ þjóða — Norðmanna, Færeyinga og íslendinga.
Að lokum skal ég draga dæmin saman í fám orðum og bera fram mínar eindregnu
tillögur:
(1) Orðabókum enskrar tungu ber að ýmsu leyti illa saman um merkingu orðsins
Norse. Þó ber þeim öllum saman um að ein helsta merking orðsins — og jafnvel
eina merking þess — sé sama sem Norwegian, þ. e. norskur.
(2) í lengstu lög skulu menn kalla íslenskt það sem íslenskt er og norskt það sem
norskt er. Oft heyrist nú á dögum talað um „the Icelandic sagas“ — sem betur
fer.
(3) Ef menn velkjast í vafa um það hvort tiltekinn hlutur sé norskur eða íslenskur,
geta þeir sagt „Norse or Icelandic“, eða „Norwegian or Icelandic".