Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 234
Ritdómar
Preben Meulengracht Snrensen
Fortœlling og œre. Studier i isLendingesagaerne
Árhus, Aarhus Universitetsforlag, 1993, 390 bls.
Preben Meulengracht Sorensen hefur skrifað góðar bækur og ritgerðir þar sem
oftast fara saman víðtækur heildarskilningur á íslenskum fornbókmenntum og
snjöll greining á afmörkuðum viðfangsefnum. Hann hefur hvorki flaggað bók-
menntakenningum svo áberandi sé, né haft hátt um evrópska miðaldamenningu.
Það stafar líkast til af því að hann beitir aðferðum og kenningum vel meltum og
þar með ekki eins sýnilegum. Hann hefur sérlega næman skilning á sérkennum
íslensks miðaldasamfélags.
Það var því tilhlökkunarefni að lesa doktorsritið Fortœlling og œre sem hann
varði í júní 1993. Við fyrstu kynni er augljóst að bókina prýða sömu kostir og
fyrri skrif höfundar. Hún er rituð á ljósu og aðgengilegu máli, laus við uppskrúf-
aðan hugtakabelging. Með nokkrum rétti má segja að hún sé í rökréttu framhaldi
af fyrri bókum höfundar, Saga ogsamjund (1977) og Norront nid (1980), leggi
fram og vinni ítarlegar úr meginþáttum þeirra. Það sakar ekki að hún er mun
lengri en báðar samanlagðar. Bókin fjallar í víðum skilningi um siðferði í heimi
eða samfélagi íslendingasagna.
Bókin er vel úr garði gerð að flestu leyti, smekklega bundin í snotra kápu og
prentuð á góðan pappír. Prentvillur eru nánast engar, en því miður er mikið af
stafavillum í íslenskum orðum. Slík lýti eru góðri bók til vansa og hefði átt að
vera hægur vandi að komast hjá þeim.
Yfirlit efnis
Höfundur segir í inngangi að markmiðið sé „að lýsa íslendingasögunum út frá
hugtökunum tveim sem felast í titlinum, ‘frásögn’ og ‘virðingu’“ (bls. 13-14).
Verkið greini í fyrsta lagi frásagnarform íslendingasagna; formið sé nátengt þeirri
skoðun að sögurnar séu sannar frásagnir (samkvæmt eigin sjálfsskilningi). í öðru
lagi lýsi það upp baksvið sagnanna með því að skoða siðfræði þeirra og form í ljósi
sögulegra umskipta á 13. öld. í þriðja lagi eigi að sýna samhengið milli samfélags
sagnanna og virðingarhugtaksins, en höfundur kýs íslenska orðið virðing sem
samheiti, sumum hefði e.t.v. þótt samdheppilegra. Hann notar danska orðið ære,
sem er hæfilega hlutlaust til að ná yfir hið víða merkingarsvið siðferðishugtakanna.
Greining á baksviði sagnanna þjónar eingöngu því hlutverki að varpa ljósi á sjálfa
textana. Þessi hógværð breytirengu um það að umfjöllun ritsins um þetta baksvið
er að mínu mati sterkasti hluti verksins og að flestu leyti áhugaverðari en flest það
SKÁLDSKAPARMÁL 3 (1994)