Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 235
Ritdómar
233
sem ég hef lesið um íslendingasögurnar og samfélag þeirra frá sjónarhóli mann-
fræði og félagsvísinda.
Áðurnefnd markmið fæst höfundur við í tólf köflum sem skiptast í fjóra hluta.
Fyrstu fimm kaflarnir fjalla um íslendingasögur frá bókmenntafræðilegum sjón-
arhornum; aðferðafræði (I), skýringar hugtakanna saga og frœði auk hins munn-
lega forms (II), greining á hefð sagnanna (III), hið sögulega inntak sagnanna (IV)
og loks ritun þeirra í ljósi lærdóms og skáldskaparfræða tímabilsins (V)- Næstu
þrír kaflar fjalla um áðurnefnt félagslegt baksvið; muninn á norskri samfélagsgerð
og íslenskri (VI), innri gerð og stofnanir þjóðveldisins (VII) og einstaklinginn og
ættina (VIII). Þriðji hlutinn fjallar um hið félagslega gildiskerfi; virðingarhugtakið
(ære) (IX), virðingu í tengslum við hlutverk kynjanna (X) og loks er greining á
verkan þessara þátta í þrem íslendingasögum (XI). Tólfti kaflinn myndar síðasta
hlutann, yfirlit um rannsóknir á siðferðishugmyndum í íslendingasögum. í lokin
er svo stuttur kafli þar sem niðurstöðurnar eru skýrðar með dæmi.
Bókmenntafræðilegt sjónarhorn
Aðferðafræðihugleiðingar fyrsta kaflans eru skemmtilegar. Með því að segja að
íslendingasögurnar séu heill merkingarheimur eða menning sem sé hægt að greina
til hlítar þar sem þær séu einvörðungu texti, setur höfundur fram ögrandi viðhorf.
Hins vegar er aldrei hægt að rannsaka baksvið sagnanna á sama hátt því þar skortir
heimildir. Þannig er á ferðinni skemmtileg þversögn sem gerir verkefnið tæmandi
og ótæmandi í senn. Flestar aðferðir sem notaðar hafa verið eru sagðar hrökkva
skammt, einkum vegna þess að menn hafa hneigst til að greina á milli þess sem
satt er og logið í þröngum nútímaskilningi, frekar en að reyna að átta sig á sjálfúm
hugmyndaheimi sagnanna. Bókmenntafræðin og sagnfræðin hafa verið ófull-
nægjandi, bókmenntafræðin vegna þess að ekki hefur tekist að greina tengsl hins
skáldlega tungumáls við veruleikann og sagnfræðin dugir ekki á meðan hún
einbeitir sér að spurningunni um sögulegar staðreyndir. Gegn þeim vanda stefnir
höfúndur viðhorfum nokkurra mannfræðinga sem hafa haldið fram hugmyndum
um óhjákvæmilega huglægni og gildi sjálfrar framsetningarinnar. Þeir þurfi að
átta sig á því sem móti þá sjálfa og hafi því áhrif á verk þeirra og þeir þurfi líka
með framsetningunni að gera niðurstöður sínar sennilegar.
Svipuð huglægni segir höfúndur að hafi einkennt íslendinga þegar þeir voru
að skrifa íslendingasögurnar, þeir séu bæði sjálfsvera og viðfang (subjekt og
objekt). Með því á hann við að þær glími við sjálfa sig og sína eigin samtíð um
leið og þær fáist við hinn eiginlega efnivið og felli hann í form sennilegrar frásagnar
(bls. 28). Þetta er ein hliðin á því einkenni Islendingasagnanna, sem svífúr yfir
vötnum bókarinnar þótt það sé ekki oft tekið fram berum orðum, að athugun
þeirra á fortíðinni sé jafnframt sjálfsskoðun, skoðun á gildum eigin samtíðar. Þessi
hugmynd um huglægnina varpar skemmtilegu ljósi á eðli sagnanna og undirstrik-
ar að niðurstöður rannsókna þurfa ekki að vera endanlegar.
Meginhugmyndin í öðrum kafla varðandi söguhugtakið er að það merki bæði