Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 236

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 236
234 Ritdómar sjálfan atburðinn og frásögnina um hann. Þannig styður þessi hugmynd þá skoðun sem síðar kemur fram að um sé að ræða afar sérstæða nánd. Frásögnin myndast eiginlega um leið og atburðurinn verður, hann tekur á sig frásagnarform eða formgerð. Eggið og hænan komu saman. „Fræði“ er hins vegar notað um sögulega þekkingu án þess að hún sé mótuð fyrirfram. í framhaldi af þessu er rætt í löngu máli um gamalkunnugt vandamál, sannleikshugmyndir. Tekið er fram að Eddukvæðin efist aldrei um eigið sannleiksgildi. I kjölfar ritmenningarinnar komu fram nýjar efasemdir um sannleiksgildi frásagna og því er haldið fram að Ari hafi ekki skrifað með sagnahefðina að leiðarljósi. Hann hafi áttað sig á því að hann var að færa munnlegu hefðina inn á svið ritunar, með tilheyrandi efasemdum. Höfúndur telur að í frægri frásögn af brúðkaupi á Reykjahólum birtist gagnrýnar efasemdir af sama toga gagnvart munnlegum heimildum, öllu meiri en hjá Snorra í formálanum að Ólafs sögu helga. Reyndar tekur hann umdeilanlega túlkun Peters Foote á merkingu klausunnar um sannleiksgildið inn í þýðingu sína, þannig að efasemdirnar snúast líka um sannleiksgildi þess að Hrólfur hafi sagt söguna. Þar með verða efasemd- irnar tvöfaldar. Hluti klausunnar hljóðar svo á íslensku: „Frá því er nökkut sagt, er þó er lítil tilkoma, hverir þar skemtu eða hverju skemt var. Þat er í frásögn haft er nú mæla margir í móti ok látask ekki vitat hafa, því at margir ganga duldir ins sanna ok hyggja þat satt er skrökvat er, en logit þat er satt er. Hrólfr af Skálmarnesi sagði sögu frá Hröngviði víkingi...“ (nmgr. bls. 43). Danska þýðingin, sem höfð er í megintexta (bls. 42-43), hljóðar svo: „Noget er der blevet fortalt, selv om det kun har ringe betydning, om hvem der underholdt dér, og hvad der blev underholdt med. Der fortælles det, som mange taler nu imod og lader som om, de ikke har vidst — for mange er blinde for det sande og tror, at det er sandt, som er opdigtet, og det logn som er sandt — at Hrólfr fra Skálmarnes fortalte en fortælling om Hröngviðr viking . . .“ I þýðinguna er bætt samtengingunni „at“ og þankastrikum til að ramma inn setningu. Það er hæpið að lesa inn greinarmerki og smáorð með þessum hætti til að laga merkingu í hendi sér, einkum þegar þess er gætt að klausan er aðeins til í yngri pappírshandritum. Ég fæ ekki betur séð en að klausan birti svolítið óljósan efa, frekar en gagnrýnar efasemdir. Kannski höfundur Þorgils sögu og Hafliða glotti ögn út í annað í þessari frásögn eins og honum er tamt, ef þetta er þá ekki bara síðari tíma innskot. Úr þessu fer að verða torvelt að koma með nýjar túlkanir á þessari vinsælu frásögn. Alltént er það ógætilegt að nota þessa frásögn eina til vitnis um gagnrýna efahyggju framan af öldinni sem hafi brátt vikið fyrir rýmra sannleikshugtaki, að menn hafi þegar leið á 13. öld farið að leggja meiri trúnað á hinar munnlegu frásagnir. Höfundur drepur á að Sverrir Tómasson telji að viðhorfið sé að svona sögur gætu verið sannar. Sverrir fjallar mjög rækilega um sannleiksviðhorf sagna- ritara í ritinu „Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum,“ þar kemur fram að viðhorf manna til sanninda voru fjarri því að vera einföld. Því er kannski hæpið að fullyrða mikið um og jafnvel tímasetja almenn viðhorf í þeim efnum eins og höfúndur gerir með fulltingi frásagnarinnar af Reykjahólabrúðkaupinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skáldskaparmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.