Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 238
236
Ritdómar
umskipti. Næsti hluti er mun frumlegri og bitastæðari, ritaður af skörpum
skilningi á sérkennum samfélags þjóðveldisaldar.
Félagslegt baksvið
Sjötti kafli fjallar um muninn á samfélagsgerðinni á íslandi og í Noregi. Konungs-
vald og þar með heill valdapíramídi með konung á toppnum mótaðist í Noregi en
hið íslenska samfélag mótaðist með „flatan topp.“ Að því er ég best veit er það
ágæta hugtak ættað frá Meulengracht Sorensen sjálfum og er afar lýsandi fyrir það
sérkenni að hafa ekkert æðsta vald á Islandi. Þetta er skýrt með frumlegri og
skemmtilegri umfjöllun um Jón Loftsson í Odda, sem gat ekki hafið sig upp í
hásæti á íslandi þó valdamikill væri, og Snorra Sturluson sem dugðu lítt norskar
mannvirðingar á íslandi (sjá bls. 126). Þá er Egla lesin með þennan mun í huga,
túlkuð á mjög heillandi hátt þannig að fram er haldið sterkri frelsishugmynd
sögunnar. Sú hugmynd er alveg gagnstæð því að gefa sig konungi á vald.
I næsta kafla er rækileg greining á valdakerfi þess samfélags sem myndað var
frá grunni á Islandi, löggjöf og félagslegum einingum. Þetta kerfi styður áður-
nefnda frelsishugmynd, þar sem réttindi og skyldur voru skýrt afmarkaðar.
Höfundur lítur á hana sem eins konar hugsjón sem birtist í Grágás og íslendinga-
sögum, en á ritunartímanum hafi hún verið farin að láta á sjá, enda líkast til alltaf
erfitt að útfæra hugsjónina í veruleikanum. Höfúndur fikrar sig í áttina að
einstaklingnum og í áttunda kafla er ágæt greinargerð um réttindi, skyldur og
stöðu manna innan ættasamfélagsins ogýmisleg félagsleg tengsl milli einstaklinga.
Þau tengsl varða stöðu einstaklingsins bæði innan fjölskyldunnar eða á bónda-
bænum og gagnvart goðanum eða öðrum í „opinberu“ lífi. I því felast skýrar og
afmarkaðar hugmyndir um einskonar persónuhelgi og rétt manna og skyldu til
að verja þá helgi, þ.e. virðingu sína og stöðu.
Virðingin
í sjöunda og áttunda kafla er því lagður grunnurinn að næstu tveim köflum með
því að fikra sig smátt og smátt að hinu miðlæga virðingarhugtaki. Það er skilgreint
ítarlega, fyrst almennt og síðan með tilliti til kynja. Virðingin er félagsleg regla,
nátengd samfélagsgerðinni (bls. 187), og þetta kristallast í frásögnum: „Med sit
eksempel viser enkeltmennesket de andre, hvad ære er, og hvad ære ikke er; og
med fortællingen om den enkeltes handlinger bliver eksemplet kendt. Fortæll-
ingen befordrer æren. Heltedigtet, skjaldestrofen, den mundtlige fortælling, den
skriftlige saga, alt tjener det til at fremstille mennesker í situationer, hvor det
gælder deres ære. Fortællingen viser, hvad ære er, og fastholder samfúndets idealer“
(bls. 188). Einstaklingurinn og lögbundin helgi hans er þungamiðjan: „Begrebet
helgi har sáledes en fast relation til begrebet ære. Den personlige ukrænkelighed,
som loven forsogte at sætte regler for, er det fúndamentale grundlag for ære.
Krænkes et menneskes helgi, krænkes ogsá personens ære. For enhver mand eller