Skáldskaparmál - 01.01.1994, Síða 242
240
Ritdómar
honum tekist að draga upp margslungnari og afstæðari mynd af tengslum
frásagnar og virðingar. Yngri sögurnar, sem höfundur lætur að mestu hjá líða að
fjalla um, eru fullar af efasemdum um frásagnarhefð og gildismat og því hefðu
þær getað bætt ýmsum dráttum í myndina.
Þar sem höfundur kynnir í inngangi viðfangsefni, markmið og viðhorf, auk
yfirlits yfir efnið talar hann um „þessar um það bil 35 lausamálsfrásagnir“ (bls.
13). Við fyrstu sýn er það ef til vill ekki tiltökumál þótt viðfangsefnið sé ekki
afmarkað nánar. Allir vita hvað um er að ræða. íslendingasögurnar eru 36—40
talsins samkvæmt hefðbundnum skilningi, 36 hjá Kurt Schier, 38 í útgáfu
íslenskra fornrita og 40 hjá útgefendum Svarts á hvítu. Talan fer eftir því hverjum
augum menn líta fáeinar sögur sem eru á mörkum þáttar og sögu. Sögurnar eru
taldar ritaðar á 13. og 14. öld, nú orðið er vissara að taka ekki of stórt upp í sig í
þeim efnum. í heimildaskrá og texta minnist höfundur á 27-28 sögur, Króka-Refs
saga er tilgreind í heimildaskrá en ekki í atriðisorðaskrá og því er öfugt farið með
Heiðarvíga sögu, hún er ekki í heimildaskrá en er nefnd í texta. Það liggja því
7-13 sögur óbættar hjá garði, eftir því við hvaða fjölda er miðað. Nú væri það í
sjálfu sér allt í lagi, þessi fjöldi ætti að gefa skýra mynd af heildinni, þótt sögur
séu afar ólíkar innbyrðis. Félagsvísindastofnun hefði sjálfsagt tekið minna úrtak.
Hins vegar er það svo, að þær sögur sem ekki eru nefndar eru allar taldar frá 14.
öld. Yfirleitt er 14. öld talin hnignunarskeið og venjan að láta flestar sögur í friði
frá þeirri öld nema Grettlu. Höfúndur talar undantekningarlítið um íslendinga-
sögur án þess að taka nokkuð nánar fram um greinina í heild, hvort sögurnar séu
ritaðar á 100 eða 200 árum. Því er ljóst að viðfangsefni hans er, eins og nefnt hefur
verið, hin hefðbundna glansmynd af íslendingasögum þar sem hið „besta“ er valið
úr. Með tilliti til breyttra viðhorfa á síðustu árum og áratugum er óeðlilegt að
standa þannig að verki. Þó margt sé umdeilanlegt af þeim skoðunum sem fram
hafa komið undanfarna áratugi hafa þær þó breytt ýmsu og dregið í efa viðteknar
hugmyndir um bókmenntagreinina sem slíka, skilgreiningu hennar og frásagn-
arlega úrvinnslu. Formgerðargreining og skyldar aðferðir hafa dregið fram nýjar
hugmyndir um mótun frásagna og dregið í efa hefðbundin mörk milli greina
(T.M. Andersson, Lars Lönnroth, Carol Clover o.fl.). Þá má nefna yngingu
Fóstbræðra sögu, greiningu Helgu Kress á paródísku inntaki sömu sögu og
nokkrar greinar í fyrsta hefti Skáldskaparmála sem fjalla bæði um aldursgreiningu
sagna og frásagnarhátt þeirra.
Höfundur drepur í inngangi á hin klassísku textafræðilegu vandamál, sveiflur
í aldursgreiningu, höfundarleysið og skort á upprunalegum gerðum. Því hefði
verið í lófa lagið að gera betri grein fyrir íslendingasögunum í heild og margvís-
legum hugmyndum um frásagnarleg einkenni þeirra. Hann segir líka í inngangi
að það sé tímaskekkja að spyrja hvort sögurnar séu söguleg verk (historieskrivning)
eða hvort þær séu skáldaðar lausamálssögur, nokkrum öldum eldri en lausamáls-
skáldsagan. Það er rangt. I hinum yngri sögum má einmitt sjá einkenni sem voru
mikilvægir þættir í þróun skáldsögunnar. Hið næsta sem hann kemst að fjalla um
hinar yngri sögur er á bls. 90-91 þar sem hann segir: „Et par generationer efter