Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 243
Ritdómar
241
systemskiftet 1262-64 var islændingesagaerne ikke længere en produktiv genre,
og allerede fra slutningen af det trettende árhundrede far de nye sagaer der
forfattes, et mere fantastisk indhold end sagaerne fra fristatstiden. En del af
forklaringen er, at tilknytningen til det oprindelige ikke længere blev oplevet som
noget aktuelt. Litteraturhistorisk set horer genrens ophor sammen med et skift
fra en historisk og realistisk litterær mode, repræsenteret af islændingesagaer og
kongesagaer, til en mere fiktiv og fantastisk, repræsenteret af fornaldarsagaer,
riddersagaer og rímur.11 Þetta er tekið úr hinni gömlu flokkun Sigurðar Nordals
og riti Júrg Glausers um ævintýrasögur. Þessi bókmenntasögulega einföldun er
úrelt og það er beinlínis rangt að greinin hafi orðið ófrjó fljótlega eftir fall
þjóðveldisins. Það er heldur alls ekki útilokað að elstu fornaldarsögur hafi mótast
samhliða hinum sígildu Islendingasögum. Hitt er rétt að inntak og eðli sagnarit-
unarinnar breyttist gagngert, þótt það hafi ekki verið á svo einfaldan hátt. Hinar
klassísku sögur 13. aldar, sem í raun eru viðfangsefni bókarinnar eru hluti stærri
heildar, eiginlega afmarkað hólf í heildinni. Sú nánd sem myndaðist milli efnis
og frásagnar og er aðal og sérkenni 13. aldar sagnanna, er um margt einstætt
fyrirbæri en verður varla skilið til hlítar nema með skilningi á þeirri þróun sem
síðar varð. Þessi nánd er raunar eitt helsta viðfangsefni ritsins og því er það út af
fyrir sig réttlætanlegt að einbeita sér eingöngu að þeim sögum sem taldar eru frá
13. öld. Það hefði þá verið réttara að taka það skýrt fram, frekar en að vísa í
íslendingasögur sem heild. Líkast til stafar þessi tilhneiging af samsemdarhug-
mynd bókarinnar í heild, að kenningin gangi upp í viðfangsefninu, frekar en að
lögð sé áhersla á mismun og margbreytni merkingar. Það hefði þó varpað skýrara
ljósi á efnið hefðu Islendingasögurnar í raun og veru verið teknar fyrir sem heild.
Yngri sögur eins og Króka Refs saga, Hávarðar saga, Linnboga saga og Grettla
hafa allar paródíska drætti sem án efa geta varpað öðru ljósi á sæmdarhugmyndir
og úrvinnslu þeirra. Ég hygg einnig að klassískar sögur eins og t.d. Njála,
Hrafnkels saga og Eyrbyggja birti tiltölulega tvíræða afstöðu til þeirra hluta.
Einföldun er að nokkru marki réttlætanleg til þess að ná utan um afmarkað
viðfangsefni. Sú greining bókarinnar sem byggist á ákveðinni einföldun, bæði á
íslendingasögunum og merkingarlegri úrvinnslu þeirra, er eins og önnur verk
höfundar, víðtæk, hugmyndarík og skemmtileg. Þótt hér hafi einkum verið fjallað
um meginlínur og hugmyndir bókarinnar er rétt að nefna að hún er einnig fúll
af nýstárlegum og skemmtilegum athugunum á einstökum atriðum. Hún bætir
miklu við rannsóknir á siðferði og heimi íslendingasagna, þar birtist kannski
styrkur innlifunarinnar, en afraksturinn er heldur minni hvað frásagnarfræði
varðar.
Viðar Hreinsson