Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 244
242
Ritdómar
Sigurðar saga þögla. The Shorter Redaction. Edited from AM 5964to
M.J. Driscoll gaf út
Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, Rit 34, 1992, clxiii + 67 bls.
Ut er komin hjá Árnastofnun Sigurðar saga þögla, styttri gerð. Matthew James
Driscoll annaðist útgáfuna sem byggð er á cand. mag. ritgerð hans við Háskóla
fslands. Sú ritgerð var unnin undir handarjaðri Jónasar Kristjánssonar.
Sigurðar saga þögla telst til frumsaminna riddarasagna og segir frá uppvexti
hins þögla konungssonar í Saxlandi og brottför hans að heiman á vit ævintýra,
þar sem hann bjargar m.a. ljóni úr klóm fljúgandi dreka. Síðan greinir frá
viðskiptum hans við meykónginn hrokafulla í Frakklandi, Seditiönu, dóttur
Flóresar og Blankiflúr, þar sem töfrar og sjónhverfmgar gegna mikilvægu hlut-
verki. Allt fer vel að lokum.
í inngangi gerir Driscoll nákvæma grein fyrir handriti styttri gerðar sögunnar
(AM 596 4to) og hinum fjórum rithöndum á því. Athugunin sem beinist að
stafsetningu og orðmyndum leiðir síðan til þess að aldurssetja má handritið með
nokkurri vissu. Driscoll telur það vera frá seinni hluta 14. aldar. Reyndar séu
síðustu fjögur blöð þess eitthvað yngri, sennilega frá upphafi 15. aldar en þau
hljóti að vera náskyld þeim texta sem fyrri skinnblöð handritsins eru hluti af (sbr.
xvii).
Driscoll telur aðalhandrit lengri gerðar (AM 152 fol.) vera frá fyrri hluta 16.
aldar. Hann fer ekki nánar út í vangaveltur um aldur sögunnar en segir almennt
um þessa tegund sagna, frumsamdar riddarasögur, að þær fari ekki að tíðkast fyrr
en við lok 13. aldar. Um 30 slíkar sögur séu til frá því fyrir siðaskipti en yfir 100
úr lútersku. Fjöldi handrita og uppskrifta er ótvíræður vottur um vinsældir þessara
sagna. Af Sigurðar sögu einni eru til 60 handrit en auk þess hafa verið ortar rímur
af efni hennar, þær elstu sennilega á 15. öld, ortar út frá styttri gerð sögunnar, og
eru þær til í fjórum handritum. Einnig eru til yngri rímur af sögunni (sbr. nmgr.
8, bls. xv). Sagan af Sigurði þögla hlýtur því að teljast til vinsælustu frumsaminna
riddarasagna. Jafnframt má ætla að hún sé með þeim elstu sinnar tegundar. Telja
má mjög sennilegt að hún sé yngri en þýdda riddarasagan um Flóres og Blankiflúr
því að kvenhetjan í frumsömdu sögunni er dóttir þeirra hjóna. Sigurðar saga þögla
væri þannig skemmtilegt dæmi um þá tilhneigingu miðaldahöfunda að prjóna
við það sem fyrir er í samræmi við þörfina: „mættum við fá meira að heyra“.
Hliðstætt dæmi úr heimi fornaldarsagna væri Áns saga bogsveigis sem líta má á
sem framhald sagna af Hrafnistumönnum (Án var dótturdóttursonur Ketils
hængs). Og Laxdæla og Gunnlaugs saga eru á vissan hátt framhald Egils sögu.
Styttri texti Sigurðar sögu (AM 596 4to), sá sem hér er gefinn út í fyrsta sinn,
er því miður ekki til í heild. Talið er að sjö skinnblöð vanti framan á söguna, en
eitt blað á einum stað og á öðrum þrjú. Samtals eru varðveitt u'u blöð. Af þessu
sést að einungis um helmingur sögunnar er varðveittur. Driscoll gerir grein fyrir
því hvernig fylla megi í eyður styttri gerðarinnar með samanburði við rímurnar
sem á henni byggjast og einnig við handritsbrotið AM 567 4to XX sem hann telur