Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 245
Ritdómar
243
eiga rætur að rekja til styttri gerðarinnar. Hann endursegir þessa styttri gerð í heild
(lxxxii-lxxxviii) og gefur þannig mynd af upphaflegum söguþræði en vísar til fyrri
útgáfa á lengri gerð (AM 152 fol. og skyldra handrita) og endursagna á söguþræði
hennar.
Driscoll telur engan vafa á að styttri gerðin sé upphaflegri en sú lengri (andstætt
sjónarmiðum Björns Karels Þórólfssonar en í samræmi við hugmyndir Einars Ól.
Sveinssonar). Hins vegar bendir hann á að ekki megi draga þá ályktun að höfúndur
lengri gerðar hafi stuðst beint við þá varðveittu styttri gerð sem hér er til umræðu;
til grundvallar báðum gerðum hafi legið eldri texti. Þetta megi sjá á því að
varðveitta styttri gerðin hafi að geyma stílbrögð sem ekki er að finna í lengri gerð.
Einkum er þar um að ræða endurtekningu svipaðra orða og stuðluð pör.
Með dæmum sýnir Driscoll hvernig ritari lengri gerðar teygir efnið á ýmsa vegu
og bætir við persónum og atvikum (oftast hliðstæðum við það sem fyrir er) án
þess að takast alltaf að fella slíkt nægilega vel að efninu. Styttri gerðin myndi hins
vegar sannfærandi heild. Umræðuna um þetta tengir Driscoll vinnuaðferðum
miðaldahöfúnda almennt og tilhneigingu þeirra til að auka við fremur en að stytta.
Vitnar hann þar einkum í hinn snarpa miðaldafræðing, William W. Ryding.
Driscoll getur þess reyndar að á Islandi hafi þessi útþenslutilhneiging ekki verið
algild (minna mætti á hvernig Snorri Sturluson einfaldar gjarnan eldra efni og
styttir í Heimskringlu) og þurfi því að athuga hvert tilfelli náið áður en nokkru
er slegið föstu í þessu efni. Varðandi samanburð á styttri og lengri gerð Sigurðar
sögu sýnir Driscoll m.a. fram á að í viðbótarköflum lengri gerðar sé su'llinn
einfaldari, flatneskjulegri og átakaminni en annars og mjög í anda yngri fornaldar-
og lygisagna. Umfjöllun Driscolls um þetta mál allt er fróðleg og snertir ýmis
stílfræðileg einkenni miðaldarita. Hann sýnir m.a. fram á tilhneigingu ritara lengri
gerðar til formúlukenndrar framsetningar sem ekki er að finna í styttri gerð.
Það eru einkum þrjú sagnaminni sem setja svip á Sigurðar sögu þögla og gerir
Driscoll þeim öllum nokkur skil: kolbítnum, þakkláta ljóninu og meykónginum.
Einkum er fróðleg umfjöllunin um meykóngsmótívið sem allvíða birtist í íslensk-
um sögum (minna mætti á Ólöfú hina stórlátu í Hrólfs sögu kraka, sem leikur
Helga, föður Hrólfs, háðuglega). Driscoll bendir á að þetta minni, sem eigi sér
erlenda fyrirmynd, hafi þróast á sérstakan og athyglisverðan hátt á íslandi (sjá
lxxix-lxxxi). í styttri gerð Sigurðar sögu birtist óvenjulegt afbrigði þessa minnis:
Hetjan sjálf er ekki hart leikin af meykónginum í fyrstu viðskiptum þeirra, heldur
bræður hetjunnar. Sigurður hefnir síðar ófara bræðra sinna með því að niðurlægja
meykónginn við hirðina áður en sættir takast. Þetta atriði, að hetjan sleppi sjálf
undan illri meðferð meykóngsins, gæti fengið einhvern til að álykta að lengri
gerðin væri upphaflegri, en þar er Sigurður sjálfur háðuglega leikinn. Mun líklegra
er þó eins og Driscoll bendir á að höfúndi lengri gerðar hafi þótt viðeigandi að
bæta þætti af óförum Sigurðar inn í gerð sína til samræmis við hið venjulega form
minnisins, án þess þó að sleppa frásögninni af smánarmeðferðinni á bræðrum
hans. Hins vegar telur DriscoII augljóst að í „djúpgerð" sögunnar (sjá bls. c í
inngangi) hafi aðeins verið eitt hetjupar, nefnilega aðalhetjan Sigurður ásamt