Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 247
Ritdómar
245
Grágds. Lagasafh íslenska þjóðveldisins
Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Arnason gáfu út
Reykjavík, Mál og menning, 1992, xxxiii + 567 bls.
Grágás er næsta einstætt verk meðal íslenskra fornrita og drýgri heimild um
mannlíf og samfélag þjóðveldisaldar en nokkurt rit annað. En hún er ekki alls
kostar aðgengileg. Hún er til í tveimur gerðum, náskyldum og þó ólíkum, og er
oft varhugavert að nota aðra gerðina án samanburðar við hina. Textinn er langur
og efnishlaðinn, en skipulag hans erfitt til yfirsýnar og leitar. Mál og stíll er mesta
torf og stingur nokkuð í stúf við það sem við erum vönust af fornsögunum — og
ekki fylgir það heldur hinum klerklega lærdómsstíl. Hér við bætist að Grágás hefúr
til skamms tíma ekki verið aðgengileg nema í stafréttri útgáfu Vilhjálms Finsen
frá öldinni sem leið; það er að vísu frábær útgáfa sinnar tegundar með miklu af
millivísunum og öðrum gagnlegum skýringum, en ritháttur handritanna er
auðvitað mjög óreglulegur og gerir hinn þunga texta býsna torlesinn. (Um skeið
hefur það verið tíska sagnfræðinga að íylgja heimildum sínum stafrétt, og má víða
sjá í ritum þeirra meira og minna óskiljanleg sýnishorn af útgáfu Finsens.) Það er
því ómetanlegur léttir að hafa nú Grágás tiltæka í góðri og þægilegri heildarútgáfu
með nútímastafsetningu og ríflegum skýringum.
Vandamál mismunandi gerða er hér leyst á hentugan veg. Þeir þættir, sem bæði
aðalhandritin geyma, Konungsbók og Staðarhólsbók, eru prentaðir eftir Staðar-
hólsbók, af því að hún er að jafnaði efnismeiri og langorðari, en skotið inn orðalagi
Konungsbókar hvarvetna þar sem hún hefur eitthvað umfram eða frábrugðið að
merkingu. (Einnig eru tekin upp fáein atriði úr öðrum handritum, sem vantar í
bæði aðalhandritin, aðallega í Kristinna lagaþætti.) Þessar viðbætur lengja textann
sáralítið, en eru nauðsynlegar til þess að öllu efni Grágásar sé til skila haldið.
Eitt ákvæði hef ég rekist á í Konungsbók svolítið merkilegt sem ekki kemur til
skila í þessari Grágás. Það er úr 8. kapítula, um veiðar á helgidögum. Þar er leyft
að „fiskja drottins dag eða messudag eða veiða annað“, þó þannig að maður sæki
messu um morguninn „og láta eigi veiðina standa fyrir tíðasókninni“. En af
helgidagaaflanum ber að gefa hlut „innanhreppsmönnum, þeim er eigi gegna
þingfararkaupi“. Þetta eru gömul lög, úrelt þegar lögbækurnar eru skráðar, en
hefði þó átt að taka upp á bls. 44, þar sem segir frá banni við útróðrum „um
löghelgar tíðir“ (sem Konungsbók tilgreinir líka), eða á bls. 23 þar sem segir hve
lengi megi veiða fram eftir laugardögum. I skrá Finsens um samanburð Grágás-
argerðanna er skilmerkilega greint frá þessu ákvæði svo að það hefði átt að vera
útgefendum auðfundið.
í þáttunum, sem hér eru prentaðir eftir Konungsbók, (einkum Þingskapaþætti)
er heilmikið efni sem einnig kemur fram í Staðarhólsbók; erþað þá prentað fullum
fetum á báðum stöðunum og lítið greint frá því sem á milli ber. Lesandi á hins
vegar hægt með að bera það saman með því að athuga „Efnisskrá þátta“ sem er
efnisyfirlit með vísunum til samsvarandi kafla í hinu handritinu.
Með aðferð þessarar útgáfu getur lesandinn ekki séð hvaða ákvæði Staðarhóls-