Skáldskaparmál - 01.01.1994, Side 249
Ritdómar
247
„fæst orð hafi minnsta ábyrgð“ má með nokkrum hætti heimfæra til lesmerkja.
Sparleg notkun þeirra lætur lesanda eftir nokkurt hlutverk við að ákveða samhengi
setningarhlutanna, en sé merkjum beitt til að draga mjög greinilega fram gerð
setninganna hefur útgefandinn tekið á sig alla ábyrgð á því að rétt sé skilið.
Setningagerð Grágásar er oft flókin, mikið um innskot og samband setningaliða
stundum óljóst eða sérkennilegt — kannski má tala um vissan skyldleika við
smekk dróttkvæðanna. Þennan texta væri að vissu leyti maldegt að njörva niður
með miklu af greinarmerkjum. En þá yrði útgefandi líka mjög oft að taka afstöðu
til samhengis sem er tvírætt í handritunum. Því má fallast á meginstefnu útgef-
endanna í þessu efni, en á sumum stöðum orkar þó mjög tvímælis hvernig þeir
höggva sundur flóknar málsgreinar með punkti.
Lítum á dæmi (bls. 51; Konungsbók er nánast orðrétt samhljóða). í útgáfunni
stendur:
En ef karlmaðurinn er yngri en sextán vetra, þá er arfurinn tæmist, og á hann að taka
þann arf þá er hann er sextán vetra gamall, og svo varðveislu. Þá á hann og að ráða fyrir
vistafari sínu en eigi annarra manna fjár áður hann er tvítugur, ef hann vex upp til
erfðarinnar.
Hann á að „ráða fyrir vistafari sínu“ — þ.e. ráða sjálfur dvalarstað sínum og
atvinnu. „En eigi annarra manna fjár“; það er óskiljanlegt í tengslum við vistafarið,
enda væri það skrýtin fallstjórn að „ráða fyrir . . . fjár“. Heldur á það saman „að
taka ... varðveislu [þess arfs]... en eigi annarra manna jjár...“, þ.e.a.s. vera ekki
fjárhaldsmaður fyrir aðra en sjálfan sig, t.d. ekki systur sína. E.t.v. mætti skýra
þetta með meiri merkjanotkun:
En ef karlmaðurinn er yngri en sextán vetra, þá er arfurinn tæmist, og á hann að taka
þann arf þá er hann er sextán vetra gamall, og svo varðveislu (þá á hann og að ráða fyrir
vistafari sínu) — en eigi annarra manna fjár áður hann er tvítugur, ef hann vex upp til
erfðarinnar.
Dæmi um enn lengra innskot (það er ekki í Konungsbók) er á bls. 263—264, hér
auðkennt með breyttu letri, en merkjasetningu útgáfunnar haldið:
Ef maður biður annan mann fara til áverka við mann eða til áljótar eða til fjörs manns,
eða hann ræður um hinn áljótsráðum eða fjörráðum. Það eru ráð ef maður mælirþeim
orðum eða gerir hann það nokkuð er hinn sé jjörvi sínuaðfirr eða áljóti að nœr, efþað vœri
gert er hann mœlti, svo að hann vildi að það kœmi fram, og varðar honum það
fjörbaugsgarð . . .
Hér virðist upphafsmálsgreinin vera einber aukasetning (og ætti það sér vissulega
hliðstæður í texta Grágásar). En í raun er henni ekki lokið; aðalsetningin kemur
á eftir innskotinu („ . . . og varðar honum . . .“), þannig að punkturinn á eftir
„fjörráðum“ á víst ekki rétt á sér.