Skáldskaparmál - 01.01.1994, Page 254
252
Ritdómar
Grágásar. Túlkun eða útfærsla venjuréttar getur líka verið frá öðrum lögspökum
mönnum komin en lögsögumanninum sjálfum. í Grágás er (bls. 463) gert ráð
fyrir að lögbækur séu samdar eftir „lögmanna fyrirsögn“, og ljóst af samhenginu
að þar er ekki endilega átt við lögsögumanninn. Ætli texti Grágásarlaga sé ekki
að mestu leyti saminn af lögfræðingum á 12. öld, effir að skráning laganna var
hafin og lögbókarhöfundar kepptust við að orða og útfæra á sem nákvæmastan
hátt hinn fjölskrúðuga lagaarf, eldri og yngri (líka úrelt lög), án þess að koma sér
nokkru sinni saman um einn opinberan texta. Lagasöfn hafa mörg verið til,
ómögulegt að segja hve mikið þeim hefur borið í milli og hve mikið af lögum,
sem einhvern tíma komust á bók, vantar í hinar tvær varðveittu gerðir.
Hin varðveitta og útgefna Grágás sýnir okkur þó a.m.k. þorrann af hinum
rituðulögum, eins og þau mótuðustá 12. og 13. öld, og hlýtur að geyma verulegar
minjar um réttarhefð 10. og 11. aldar. Hún dugir ekki alltaf til að svara því fyrir
víst hvað „voru lög“ um ákveðið efni á tilteknu skeiði þjóðveldisaldar. En
hvarvetna opnar hún okkur heim hugmynda sem voru a.m.k. nógu viðurkenndar
til að komast á „skrár“ og vera teknar upp í hin vönduðu lagasöfn sem varðveist
hafa. Og gegnum hugmyndir laganna um rétt og rangt grillir í aragrúa upplýsinga
um daglegt líf, vinnubrögð, landbúnað ... — um svo ótal margt sem okkur fysir
að vita um þjóðveldisöld. Þess vegna er góð og aðgengileg útgáfa Grágásar
hreinasti fjársjóður, auðvitað fyrir fræðimenn, en líka fyrir áhugasama lesendur
íslenskra fornrita sem hér eiga þess kost að lesa sig inn í þjóðfélag fornsagnanna
úr annarri átt, gegnum texta sem er að vísu nokkuð þungur og á köflum myrkur,
en geymir þó sérkennilegan auð íslenskrar tungu í orðauðgi og svipmiklum stíl.
Hafi þeir þökk sem unnu.
Helgi Skúli Kjartansson