Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 18
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
18
kjarni samfélagsins. Í því liggur frumleiki cinema novo-hreyf-
ingarinnar. Tengsl hreyfingarinnar við kvikmyndagerð annars
staðar byggist á hungri. Frumleiki okkar er hungrið og mesta
neyðin er í því fólgin að við lifum með hungrinu en upplifum
það ekki sem vitsmunalega reynslu.25
Argentínsku kvikmyndagerðarmennirnir Solanas og Getino tóku, eins
og fram hefur komið, virkan þátt í þessari umræðu. Í greininni „Í átt að
þriðju kvikmyndinni“ hvöttu þeir til þess að kvikmyndagerðarfólk álfunn-
ar bryti af sér hlekki nýlendustefnunnar, og ítrekuðu að til þess þyrfti bæði
áræði og athafnir: „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að með einni
kvikmynd, rétt eins og með einni skáldsögu, einu málverki eða einni bók
frelsum við ekki fósturjörðina. […] Áhrif hvers og eins þátttakanda verða
ekki mæld sérstaklega, heldur leggjast þau öll á sömu vogarskálina við
framkvæmdir aðgerða sem hafa áhrif“.26 Vegna skrifa sinna urðu þeir eins
konar málsvarar og talsmenn „andspyrnuhreyfingar heimsvaldastefn-
unnar“ sem blómstraði á sjöunda áratugnum og hefur orðið eins konar
foreldri þess sem í dag er kennt við andspyrnuhreyfingu gegn alþjóðavæð-
ingu og frjálshyggju. Í grein sinni segja þeir einnig:
Baráttan gegn heimsvaldastefnunni hjá íbúum þriðja heims-
ins, og samherjum þeirra meðal heimsvaldasinnaðra þjóðlanda,
er um þessar mundir þungamiðja heimsbyltingarinnar. Þriðja
kvikmyndin er að okkar áliti sú kvikmyndagerð sem í þeirri bar-
áttu beinir athyglinni að stórfenglegustu stefnuyfirlýsingunni í
menningu og listum á okkar tímum. Í henni felst sá möguleiki
að hægt sé að byggja upp frjálsan mann í hverjum einstaklingi.
Í því felst, með öðrum orðum, frelsun menningarinnar undan
nýlendudrottnun.27
Og hvert sem litið var logaði Rómanska Ameríka í átökum allan sjö-
unda og áttunda áratuginn.28 Ólík sjónarmið voru uppi um flest mál, hvort
25 Glauber Rocha, „The Aesthetics of Hunger“, Twenty-Five Years of the New Latin
American Cinema, bls. 13. Rocha notar í enskri þýðingu hugtökin „philosophical
undernourishment and impotence“ (bls. 11).
26 Solanas og Getino, „Í átt að þriðju kvikmyndinni“, bls. 304.
27 Solanas og Getino, „Í átt að þriðju kvikmyndinni“, bls. 289.
28 Um þetta sjá t.d. Peadar Kirby, Introduction to Latin America: Twenty-First Century