Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 120
120
PETER HallwaRd
gagnrýni sinni á það sem þeir kölluðu valdboðsaðferð Aristides, þjöppuðu
sér bak við keppinaut hans Gérard Pierre-Charles og stofnuðu „hófsam-
ari“ fylkingu sem tók sér nafnið Organisation du Peuple en Lutte (OPL).
Á síðari hluta ársins 1996 hófst Aristide handa við að mynda heildstæðan
flokk fylgismanna sinna, Fanmi Lavalas (Lavalas-fjölskylduna), sem naut
góðs af persónufylgi Aristides meðal hinna fátæku. Klofningurinn milli
OPL og FL varð brátt afgerandi, lamaði löggjafarvaldið og kom í veg fyrir
skipun nýs forsætisráðherra eða fullskipaðrar ríkisstjórnar eftir að Smarth
sagði af sér 1997.15 Préval losaði að lokum stjórnkerfið úr sjálfheldu þegar
hann leysti upp þingið árið 1999 og eftir nokkrar tafir voru kosningar
haldnar í maí 2000.
Hnattvæðingin kemur til Haítí
Eins og við mátti búast fól lækning AGS á gríðarlegri fátækt á Haítí í sér
frekari lækkun launa, sem þó voru komin niður að hungurmörkum, einka-
væðingu opinbera geirans, endurskipulagningu á framleiðslu í þágu afurða
sem njóta hylli í bandarískum súpermörkuðum og niðurfellingu innflutn-
ingsgjalda. Niðurfellingin var auðveldust í framkvæmd og fyrst til að hafa
áhrif. Þegar innflutningsgjöld á hrísgrjónum lækkuðu úr 50% niður í 3%,
eins og AGS gerði kröfu um, flæddu niðurgreidd bandarísk grjón inn í
Haítí – en landið hafði fram að því verið sjálfu sér nægt í hrísgrjónafram-
leiðslu – og innflutningur á hrísgrjónum jókst úr aðeins 7.000 tonnum árið
1985 í 220.000 tonn árið 2002. Hrísgrjónarækt í landinu er nú lítil sem
engin.16 Svipuð atburðarás gerði út af við alifuglaframleiðsluna á Haítí og
kostaði um 10.000 manns vinnuna. Bændur á Haítí hafa tilhneigingu til að
tengja þessa þróun mála við þann þátt í vægðarlausum inngripum alþjóða-
samfélagsins í málefni landsins sem vakið hefur mesta biturð og andúð –
þegar svínum á Haítí var útrýmt árið 1982 til að sefa ótta bandarískra inn-
flytjenda við svínaflensu sem kom upp í landinu. Í kjölfarið voru flutt inn
svín frá Iowa sem útheimta ívið betri lífsskilyrði en flestir mennskir íbúar
landsins eiga að fagna.
Ofantaldar „efnahagsumbætur“, og aðrar í svipuðum dúr, leiddu til
þess að hlutur landbúnaðar í vergri landsframleiðslu lækkaði úr um 50%
undir lok áttunda áratugarins niður í aðeins 25% undir lok þess tíunda.
Kerfisbreytingin átti að bæta upp hrun landbúnaðarins með því að efla
15 Sjá Kim Ives í Haïti Progrès, 12. mars 2003 og 27. nóvember 2002.
16 Oxfam, Trade Blues, maí 2002.