Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 167
MARGKUNNUGAR KONUR OG ÓBORIN BÖRN
167
sem fremur kæmi til greina er brönugrös sem einnig var sérstök kvennajurt
og þótti góð fæðingarhjálp. Í Noregi hafa brönugrösin fengið nafn Maríu
meyjar, Marihand og jomfru Maria blome, en slíkar jurtir voru jafnan í
hávegum hafðar sem lækningajurtir.28 Jurtir kenndar við Maríu guðsmóð-
ur þóttu fyrirtaks kvennajurtir og voru notaðar til lækninga og til styrktar
fæðandi konum. Björn Halldórsson segir í Grasnytjum sínum að brönugras
varðveiti „hafnir kvenna og styrkir til fæðingar í hæfan tíma“.29 Hin vel-
kunnandi Syrpa hefur því sjálfsagt vitað ýmislegt um náttúru brönugrasa
og jafnvel fundið hunangsilm úr grasi eins og hin írskættaða Grélöð.
„Að bera barn undir belti“
Margs konar orðalag er notað um meðgöngu kvenna í fornum ritum en
algengt er að talað sé um burð þegar átt er við fóstrið. Til dæmis segir svo
í fornum helgum texta: „Fann Rebeccha þi næst. at tuennr burdr hafdi
byraz meðr henni …“.30 Sögnin að bera er líka notuð um meðgönguna í
orðasamböndum eins og „að bera barn undir belti“ og „að bera barn undir
brjósti“ og er til í öllum norrænum málum. Í dönsku er til orðasambandið
„at bære (et barn) under sit hjerte“. Ennfremur má nefna eftirtalin dæmi
sem tekin eru úr dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog: „da hun
bar dig i sit Liv“, „jeg bærer et Foster under mit Hjerte“, „bære i sit skød“,
„havde baaret Fosteret 3 Maaneder, førend hun ægtede (ham)“31. Í norsku
máli kemur sama orðasambandið fyrir: „bære et barn under beltet“.32
Í sænsku er sömuleiðis að finna orðalagið að bera „under sitt hjärta“ eða
„under sitt bröst“.33 Í færeysku er talað um að „bera undir belti“ í sömu
merkingu og eftirfarandi dæmi úr færeysku Biblíunni gefur til kynna:
„Men tær neyðarkonur, sum í teimum døgum bera barn undir belti og á
28 Reichborn Kjennerud, „Våre folkemedisinske lægeurter“, Bidrag til norsk folkeme-
disin III, Kristiania: Bymaalslagets forlag, 1922, bls. 42.
29 Björn Halldórsson, Rit Björns Halldórssonar, Gísli Kristjánsson og Björn Sigfús son
bjuggu til prentunar, Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands, 1983, bls. 237.
30 Stjórn: gammelnorsk Bibelhistorie fra Verdens Skabelse til det babyloniske Fangenskab,
útg. C.R. Unger, Christiania: Feilberg & Landmark, 1862, bls. 158.
31 Verner Dahlerup, Ordbog over det danske sprog III, Kaupmannahöfn: Det danske
sprog- og litteraturselskab, 1918–1956, bls. 226.
32 Trygve Knudsen og Alf Sommerfelt, Norsk riksmålsordbok I, Oslo: Aschehoug,
1937, bls. 255.
33 Ordbok over svenska språket V, útgefið af Svenska Akademien, Lund: Gleerups för-
lag, 1925, bls. 4793.