Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 55

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 55
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“ 55 af hinu hversdagslega lífi borgarinnar sem og hinum flókna heimi landa- mæranna í Callejón Sucre y otros relatos (Sucrestígur og aðrar sögur).38 Þetta er safn sex smásagna og einnar langrar smásögu eða nóvellu. Efniviður þeirra er oft af klassískum toga: ást, dauði, einmanaleiki, en sögusvið þeirra allra er borgin Ciudad Juárez og systurborg hennar, El Paso. Lesandinn fylgir sögupersónum um ýmsa staði borgarinnar, m.a. miðbæinn og túr- istahverfið með öllum sínum börum, veitingastöðum og mörkuðum en einnig fátækrahverfi, og á þann hátt kynnist hann smám saman borginni. Einnig ýmsu sem tengist mörkunum sjálfum: vírgirðingum, ánni Río Bravo/Río Grande sem skilur að borgirnar, brúm og svæðinu meðfram ánni sem hefur verið veitt í stokka. Þetta umhverfi er dregið fram á síðum bókarinnar sem eðlilegur hluti af landslagi og daglegu lífi borgarbúa. Í sögunum kemur fram að það er mikill samgangur á milli borganna og hvernig þær eru beinlínis háðar hvor annarri á ýmsan hátt. Einnig má sjá hvernig mörkin virðast stundum algerlega óyfirstíganleg en stundum eru þau hreinlega ekki til. Sagan „Bajo el puente“ (Undir brúnni) segir frá Mere, ungri stúlku sem vinnur á veitingastað en hún hefur aldrei farið yfir mörkin til El Paso. Martín, kærasti hennar, vinnur við að ferja fólk ólög- lega yfir ána á gúmmíslöngu. Ferðir þessa fólks skapa atvinnu og í sögunni má sjá hvernig ungir menn bítast um þessa vinnu. Dag einn stendur fjöldi fólks undir svonefndri Svörtubrú og bíður þess að vera ferjaður yfir í brennandi eyðimerkurhitanum, en umræddan dag ætlar Martín að ferja sína heittelskuðu yfir og verja síðdeginu í El Paso. Alla sína tíð hefur Mere horft að sunnan á háhýsin í systurborginni en aldrei haft löngun né þörf fyrir að fara þangað. Hér virðist höfundur vilja sýna fram á að það er ekki endilega draumur allra borgarbúa að fara yfir mörkin til að upplifa „amer- íska drauminn“ eins og margir vilja halda. Í sögunni dregur Sanmiguel fram togstreituna milli landanna. Hún veldur því að löndin nánast toga hvort annað til sín um leið og þau hrinda hvort öðru frá sér eins og fyrr sagði. Landamæraverðir koma við sögu, og má sjá hvernig þeir og Martín ýmist vinna saman eða gegn hver öðrum. Martín hefur gert landamæra- verði nokkrum ótal greiða og landamæravörðurinn hefur í staðinn litið framhjá ferjuflutningi hans. Óskráðar reglur virðast gilda en nú hefur Martín komið sér í vandræði því hann hefur farið yfir strikið: hann fór með Mexíkana of langt inn í landið, alla leið upp að ökrunum í Nýju 38 Bókin kom út árið 1994 hjá Ediciones del Azar en var endurútgefin árið 2004, Tijuana/Ciudad Juárez/Las Cruces: El Colegio de la Frontera Norte/Universidad Autónoma de Ciudad Juárez/New Mexico State University.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.