Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 101

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 101
101 HUGO CHÁVEZ – HINN STERKI MAÐUR venjast hvarf smám saman.14 Spillingin náði yfir flesta ef ekki alla þætti þjóðfélagsins. Einstaklingar sem fengu vinnu hjá hinu opinbera héldu starfi sínu vegna flokksskírteina fremur en hæfileika. Engin takmörk virt- ust fyrir því hversu margir ríkisstarfsmenn gætu verið á launaskrá. Þessi óábyrga efnahagsstjórn og sífellda hræðsla við breytingar á stöðu valda- klíkunnar leiddi til þess að við lok kalda stríðsins var ríkið skuldum vafið og kerfið rotið frá rótum. Tími breytinganna var kominn. Stjórnartíð Chávez Eftir að Hugo Chávez losnaði úr fangelsi árið 1994 varð hann fljótlega einskonar samnefnari baráttunnar gegn hinu spillta tveggja flokka kerfi Venesúela. Með sigri í forsetakosningunum árið 1998 ruddi hann á skömmum tíma gamla tveggja flokka kerfinu úr vegi. Stjórnmálaflokk - arnir AD og COPEI eru að vísu enn til, en engan veginn jafn valdamiklir og áberandi og á tímum kalda stríðsins. Sú stjórnartíð sem hófst með valdatöku Chávez hefur gengið undir ýmsum nöfnum en sjálfur hefur hann kosið að nefna hana La Revolución Bolivariana, eða Bólivarísku bylt- inguna. Nafnið vísar til þjóðhetjunnar Simóns Bolívar sem leiddi stóran hluta Suður-Ameríku til sjálfstæðis í upphafi 19. aldar. Bolívar er í miklu uppáhaldi hjá Chávez og vitnar hann óspart í orð hans og persónu. Hefur aðdáun Chávez á Bolívar gengið svo langt að hann sá ástæðu til að breyta nafni landsins úr República de Venezuela í República Bolivariana de Venezuela. Bylting Chávez hefur alltaf miðað að því að snúa baki við nýfrjálshyggj- unni og byggja upp réttlátara og mannúðlegra samfélag þar sem grunn- þörfum allra þjóðfélagsþegna er mætt. Oftar en ekki hefur hann gagnrýnt nýfrjálshyggjuna hástöfum og kallað hana ýmsum ljótum nöfnum.15 Enn sem komið er vill Chávez þó ekki útrýma kapítalismanum sem slíkum, heldur auka áhrif ríkisins og veita þannig kapítalismanum það aðhald sem hann telur nauðsynlegt. Ekki eru allir á sama máli og forsetinn og hafa gagnrýnendur sakað hann um óhófleg ríkisafskipti og jafnvel fidelisma og einræðistilburði í stjórnarháttum.16 Benda þeir á að þrískipting ríkisvalds- 14 Jennifer L. McCoy og Harold Trinkunas, „Venezuela’s peaceful revolution“, bls. 122–126. 15 Hann hefur til að mynda kallað nýfrjálshyggjuna „veginn til helvítis fyrir Róm- önsku Ameríku“, sjá Benjamin Keen og Keith Haynes, A History of Latin America, 7. útg., Boston: Houghton Mifflin Company, 2004, bls. 505. 16 Með fidelisma er átt við stjórnarhætti Fidels Castro á Kúbu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.