Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 125
125
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
réttinda stéttar væri stuðningurinn við hann næstum því jafn almennur
meðal mikils meirihluta fátæklinga í borgum landsins.33 Læknirinn og
aðgerðasinninn Paul Farmer, sem starfað hefur á hásléttunni í miðju
landsins frá því á miðjum níunda áratugnum, færir veigamikil rök fyrir því
hversu mikilla og traustra vinsælda Aristide njóti í dreifbýlinu.34 Einu
fjöldamótmælin gegn FL sem orð er á gerandi í aðdraganda síðustu kosn-
inga var fundur á vegum MPP sem haldinn var í september 2000. Nokkur
þúsund manns sóttu fundinn. Að öðru leyti einskorðaðist pólitísk andstaða
við Aristide nær algjörlega við ráðastéttina.35 Forréttindahópum í landinu
gekk treglega að fylkja fólki út á göturnar til stuðnings við sig. Í skýrslu frá
Econ omist Intelligence Unit má finna eftirfarandi lýsingu á mótmæla-
fundi gegn Aristide í nóvember 2003 sem „184-hópurinn“, sem kveðst
vera fulltrúi fjölda ólíkra borgaralegra hreyfinga, stóð að:
Að morgni dagsins er halda átti fjöldasamkomuna söfnuðust
nokkur hundruð stuðningsmenn 184-hópsins saman á ráðgerð-
um fundarstað en óðar rann upp fyrir þeim að þeir máttu sín
lítils andspænis þeim 8.000 fylgismönnum Aristides sem einnig
voru á staðnum. Nokkrir stuðningsmenn stjórnarinnar tóku
að kasta grjóti í andstæðinga sína og hafa í hótunum við þá og
lögreglan mátti hafa sig alla við til að koma í veg fyrir átök.
Ástandið versnaði jafnt og þétt og lögreglan dreifði fjöldanum
með táragasi og með því að skjóta föstum skotum upp í loftið.
Meðan á þessu stóð stöðvaði lögregla vörubíl með hljóðkerfi á
vegum 184-hópsins sem var á leið á fundinn og þrjátíu manns
sem voru í bílalestinni með vörubílnum voru handteknir þegar
lögreglan fann hjá þeim óskráð skotvopn. Þegar forsprakkar
184-hópsins gerðu sér grein fyrir að skipulag fundarins var farið
út um þúfur aflýstu þeir samkomunni áður en hún hófst [...]
André Apaid [skipuleggjandi hópsins] sagði þessa uppákomu
sýna að yfirvöld leyfðu ekki stjórnarandstæðingum að koma
saman og að þau hefðu því ekki í hyggju að halda kosningar þar
sem sanngirni væri gætt.
33 Lak, „Poverty and pride in Port-au-Prince“, BBC Radio 4, 20. mars 2004.
34 Farmer, Uses of Haiti, bls. 348–375; Farmer, „Who Removed Aristide?“, London
Review of Books, 15. apríl 2004.
35 Sjá Béatrice Pouligny, Libération, 13. febrúar 2001; Fatton, Haiti’s Predatory
Republic, bls. 144–147 og 169 (nmgr. 40).