Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 86
86
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
Trú Sor Juönu var studd rökum og rannsóknum en ekki afleiðing dul-
rænnar trúarreynslu. Í Svarinu útskýrir hún hugmyndir sínar um sam-
bandið við Guð þar sem hún lýsir honum sem hinum mikla höfundi alls
sköpunarverksins. Trú hennar er ekki knúin áfram af ótta heldur af þekk-
ingarþorsta, hún telur að Guð hafi ætlað mönnunum að reyna að skilja
höfundarverk sitt og setja það í rétt samhengi og því séu öll vísindi Guði
þóknanleg. Á þann hátt ver hún rétt sinn til að skrifa veraldlega texta sem
voru þó minnsti hluti þess sem hún skrifaði.
Það ber að hafa í huga að rannsóknarrétturinn var enn við lýði í sam-
tíma Sor Juönu og frelsi kvenna var almennt mjög þröngur stakkur snið-
inn. Spænski rannsóknarrétturinn var stofnaður árið 1478 af kaþólsku
konungshjónunum sem svo voru kölluð, Ísabellu og Ferdinand, sem sam-
einuðu Spán og gerðu að heimsveldi og var hann starfræktur undir beinu
valdi konunganna. Rannsóknarréttinum var ætlað að útrýma villutrú og
verja kaþólskan rétttrúnað frá siðspillingu þótt upphaflega hafi hann aðal-
lega einbeitt sér að gyðingum á Spáni. Karen R. Dollinger segir hug-
myndafræði rannsóknarréttanna hafa byggt á
1) fordæmingu villutrúar; 2) hugmyndinni um kaþólskuna sem
einn líkama, ef einn partur líkamans var „sýktur“ varð að lækna
hann eða aflima; 3) áherslu á ætlun jafnt og athafnir; 4) líkamleg-
um refsingum og 5) regluverki sem svipaði til panoptikons Foucault,
þegnarnir voru látnir fylgjast með og ritskoða sjálfa sig.73
Hlutverk rannsóknarréttarins þróaðist á nokkuð annan hátt í Nýja heim-
inum en á Spáni. Rétturinn hafði til dæmis engar heimildir til að ráðskast
með innfædda en þess í stað einbeitti hann sér að þeim hluta íbúanna sem
tengdir voru Spáni og þegar komið var fram á miðja 17. öld var aðaláhersl-
an á ritskoðun og smásmygli varðandi trú þeirra sem játuðust kaþólsku
kirkjunni.74
Það var því ekki að ástæðulausu að Sor Juana hræddist rannsóknarrétt-
inn eins og fram kemur í Svarinu og hún var meðvituð um þá hættu sem
henni stafaði af honum þegar hún segist ekki hafa áhuga á „hávaða“75 (sp.
73 Karen Rebecca Dollinger, In the shadow of the Mexican Inquisition, The Ohio State
University, 2002, bls. 30. Hér af vefslóðinni http://www.ohiolink.edu/etd/send-
pdf.cgi?acc_num=osu1023678703. Skoðað 3. mars 2009.
74 Karen Rebecca Dollinger, In the shadow of the Mexican Inquisition, bls. 30.
75 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 46. Þýðing höfundar.