Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 90

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 90
90 KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR Svarið er það síðasta sem vitað er að Sor Juana hafi skrifað og það var ekki gefið út opinberlega fyrr en fimm árum eftir dauða hennar í bókinni Frægð og óbirt verk þar sem einnig birtist ævisaga hennar eftir Calleja sem áður er nefnd. Þó að Svarið hafi ekki komið út fyrr er talið víst að afrit þess hafi gengið manna á milli í Mexíkóborg fram að útgáfu þess. Þess ber að geta að þótt á yfirborðinu hafi verið um einkabréf að ræða var Sor Juana að nýta þá leið sem konu var fær til að koma skoðunum sínum á framfæri opinberlega á tímum þegar hið opinbera rými var ekki ætlað konum. Ekki er ljóst hvað gerðist eftir að Sor Juana skrifaði Svarið en tveimur árum síðar hætti hún að skrifa, gaf bókasafnið sitt og skrifaði undir skjal þar sem hún fordæmdi sjálfa sig: „Ég, sú allra versta.“88 Sor Juana dó úr umgangs- pest fjórum árum eftir að hún skrifaði Svarið. Sor Juana er þýðingarmikill hlekkur í þekkingarsögu kvenna og mikilvæg- asta barokkskáld Mexíkó. Kirkjan lítur til hennar sem fyrsta kvenguðfræð- ings í Ameríku enda stóð hún í opinberum rökræðun um guðfræði við æðstu menn kirkjunnar. Hún er nefnd fyrsti femínistinn í Nýja heiminum og þá er átt við bæði Norður- og Suður-Ameríku. Þótt hugtakið femínisti hafi ekki verið til á hennar tíð og varasamt sé að gera henni upp skoðanir sem falla að nútímahugmyndum um jafnrétti barðist hún fyrir réttindum kvenna og gegn þeirri hugmynd að kyn hefði áhrif á vitsmuni. Hún trúði að bæði kyn væru sömu hæfileikum gædd og áttaði sig á því að það var aðstöðu- munur en ekki atgervis sem olli því óréttlæti sem konur voru beittar. Sor Juana gekk í klaustur til að geta helgað sig ritstörfum, meðvituð um takmarkanir þess að búa í klaustursamfélagi, og að því er virðist ekki af trúarlegum ástæðum. Hún gagnrýndi réttleysi kvenna bæði í ljóðum sínum, bréfum og leikritum og barðist fyrir rétti þeirra til að mennta sig, hugsa og tjá sig á tímum þegar flestar konur höfðu mjög skert sjálfsfor- ræði. Svo sjálfstæð fræði- og skáldkona var of mikil ógn við ráðandi öfl til að hún fengi svigrúm til að vinna að sínum hugðarefnum. Sor Juana átti við ofurefli að etja þegar æðstu mönnum hinnar valdamiklu kaþólsku kirkju fannst hún hafa sig of mikið í frammi og varð að lokum þeirri þögn að bráð sem hún deildi um við yfirboðara sína. 88 „Yo, la peor de todas.“ Argentíska kvikmyndagerðarkonan María Luisa Bemberg gerði samnefnda kvikmynd um ævi Sor Juönu árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.