Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 107
107
HUGO CHÁVEZ – HINN STERKI MAÐUR
á einhvern hátt gamla tveggja flokka kerfinu. Þrátt fyrir sameiginleg mark-
mið um að verja hagsmuni sína hefur samstaða innan þessa hóps ekki alltaf
verið nægjanleg og fyrir vikið hefur stjórnarandstaðan allt fram til þessa
verið heldur kraftlaus.
Í skýrslu sem unnin var af Human Rights Watch og kom út í september
2008 er fjallað um þessar tvær fylkingar og hvernig þær etja kappi í land-
inu.27 Þar kemur meðal annars fram að andstæðingar forsetans telji að
yfirvöld reyni á allan hátt að koma í veg fyrir rit- og málfrelsi fjölmiðla,
enda séu þeir oft sjálfir eigendur miðlanna. Jafnframt benda þeir á að yfir-
völd reyni að koma á ríkisreknum fjölmiðlum sem nota eigi í áróðursskyni.
Hins vegar kemur fram í skýrslunni að þeir sem eru hliðhollir forsetanum
telji nauðsynlegt að ríkið hafi afskipti af fjölmiðlaheiminum því einkarekn-
ar sjónvarpsstöðvar og prentmiðlar séu tengd gömlu yfirstéttinni sem noti
miðlana í pólitískum tilgangi til að viðhalda gömlum samfélagsháttum.
Ganga þeir jafnvel svo langt að segja að slíkt hafi verið uppi á teningnum
þegar hin misheppnaða stjórnarbylting átti sér stað árið 2002. Þeir telja
meðal annars að fjölmiðlar hafi staðið þar að baki.
Þegar þetta er skrifað hefur Chávez verið að auka og herða á miðstjórn-
arvaldi sínu og hefur ákveðið að ríkið skuli hafa umsjón með öllum helstu
höfnum, flugvöllum og vegum, sem áður voru undir stjórn sveitarfélaga.
Hefur þetta síst orðið til að draga úr gagnrýni á Chávez og hefur verið
bent á að þetta kunni að vera enn einn liðurinn í að veikja stjórnarandstöð-
una í landinu þar sem hún hefur undanfarið unnið kosningasigra í ákveðn-
um sveitafélögum. Til að mynda sigraði Antonio Ledezma, úr stjórnarand-
stöðunni, í borgarstjórnarkosningum í Caracas í lok árs 2008, en það
embætti var áður talið annað valdamesta embætti landsins, á eftir forseta-
embættinu.
Borgarstjóraembættið hefur hins vegar verið veikt það sem af er þessu
ári, þar sem fjárframlög til embættisins hafa runnið til annarra stofnana
sem eru hliðhollar forsetanum. Embættið stýrir því ekki lengur hefð-
bundnum málaflokkum eins og skólum, spítölum, samgöngum og lög-
gæslu. Svo langt var gengið á embættið að á ákveðnu tímabili voru skrif-
stofur borgarstjórans teknar yfir af fylgismönnum forsetans. Í júní á þessu
ári vakti borgarstjórinn athygli á ástandinu með nokkuð óvenjulegum
27 Human Rights Watch, „A decade under Chávez“, 22. sept. 2008, http://www.hrw.
org/en/node/64174/section/5.