Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 156
annETTE laSSEn
156
hár sitt og í staðinn fengið hjá henni hníf. Ef hafmeyjan stingur hnífnum í
hjarta prinsins mun hún verða hafmeyja á ný. En hún kýs að fórna sjálfri
sér í stað þess að drepa þann sem hún elskar. Hún kýs frekar að fórna sinni
eigin hamingju en lífi prinsins. En vegna gæsku sinnar og þjáningar deyr
hún ekki; hún verður ein af dætrum loftsins. Hafmeyjan, sem er sálarlaus,
á þannig von um að öðlast frá Guði þá ódauðlegu sál sem hún þráir svo
mjög, ef hún vinnur fyrst góðverk í þrjú hundruð ár.
Eins og í sögu Bess er það í valdi stúlkunnar að bjarga hinum ástkæra
manni og hetjudáð hennar felst í því að ganga í dauðann og tryggja þar
með hamingju mannsins. En ævintýri Andersens er í raun saga um píslar-
gönguna sem hafmeyjan leggur á sig til þess að öðlast ódauðlega sál. Í
þessu samhengi eru sálarheill stúlknanna og tengslin við Guð svo mikilvæg
að piltarnir virðast að einhverju leyti aukapersónur. Í „Den lille Havfrue“
er prinsinn og jarðnesk ást hafmeyjunnar í raun ekki aðalatriði en gefa þó
skýrar vísbendingar um gæsku hafmeyjunnar og varða þannig leiðina að
göfugra markmiði.
Annað ævintýri H.C. Andersens, þar sem hugmyndaheimurinn er hlið-
stæður, er „De vilde Svaner“ („Villtu svanirnir“) frá árinu 1838.19 Sagan
fjallar um prinsessuna Elísu sem á ellefu bræður. Hin vonda stjúpmóðir
þeirra breytir þeim í svani. Elísa er send burt frá kastalanum og verður að
bjarga sér sjálf. Þegar í bernsku er Elísa fróm og saklaus; hún er frómari en
sálmabók: „Og þegar gamla konan las á sunnudögum í sálmabók sinni, þá
fletti vindurinn blaðsíðunum og sagði við bókina: „Hver getur verið fróm-
ari en þú?“ – Það er Elísa! sagði sálmabókin, og það var hreina satt“ („Og
sad den gamle Kone om Søndagen og læste i sin Salmebog, da vendte
Vinden Bladene og sagde til Bogen: „Hvo kan være frommere end du?“ –
„Det er Elisa!“ sagde Salmebogen, og det var den rene Sandhed“, bls.
136). Elísu dreymir um nóttina að Guð horfi á hana mildum augum (bls.
138) og hann lætur ávexti vaxa í skóginum og sýnir henni jafnvel eplatré
svo að hún getur fengið sér að borða (bls. 138). Þegar hún er búin að hitta
bræður sína biður hún innilega til Guðs um lausn á því hvernig hún geti
bjargað þeim. Hún heldur áfram að biðja eftir að hún er sofnuð og dreym-
ir nú gamla konu sem segir að hún eigi að prjóna ellefu skyrtur úr brenni-
netlunum sem vaxa við hellinn þar sem hún og bræðurnir sofa, eða í
kirkjugarðinum. Henni mun aðeins takast að bjarga bræðrunum ef hún
19 H.C. Andersen, „De vilde Svaner“, Eventyr i Udvalg, útg. Hans Brix, København:
Gyldendalske Boghandel, Nordisk forlag, 1918 [1838], bls. 135–150.