Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 119
119
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
sem orðið hafði í Sómalíu, og endurkoma Aristides myndi draga úr flótta-
mannastraumnum. Skilyrði Bandaríkjamanna voru hins vegar óhófleg.
Aristide varð að fallast á að veita valdaræningjunum sakaruppgjöf og draga
þannig fjöður yfir morðin á þúsundum fylgismanna sinna. Hann varð að
fallast á að kjörtímabili hans sem forseta Haítí lyki árið 1995, rétt eins og
hann hefði setið samfellt í embætti. Hann varð að deila völdum með þeim
andstæðingum sínum sem hann hafði unnið sannfærandi sigur á árið 1990,
og gera megnið af íhaldssamri stefnu þeirra að sinni; síðast en ekki síst var
þess krafist að hann fylgdi harkalegri kerfisbreytingaráætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
Vitaskuld var Aristide fullljóst hver pólitískur kostnaður kerfisbreyting-
arinnar yrði; nýjasta bók hans, sem fjallar um óréttlátar afleiðingar hnatt-
væðingarinnar, er í meginatriðum samhljóða ræðum hans frá lokum 9.
áratugarins.12 Spurningin sem tók að skipta Lavalas-hreyfingunni í fylk-
ingar á miðjum 10. áratugnum var einfaldlega þessi: hvers konar andóf
gegn markmiðum Bandaríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var raun-
hæft og fýsilegt? Meira að segja þeir sem gagnrýndu „alræðistilhneigingu“
Aristides, svo sem Christophe Wargny, töldu að „engin ríkisstjórn geti
lifað af á Haítí án stuðnings Bandaríkjamanna“.13 Eins og útsendari SÞ,
Lakhdar Brahimi – sem er önnum kafinn í Bagdad þegar þessi grein er
rituð – orðaði það blákalt í útvarpi á Haítí árið 1996, þá kom aldrei til
greina að Bandaríkin eða SÞ létu viðgangast svo mikið sem takmarkaðar
tilraunir til að ganga á einokun forréttindastéttarinnar á efnahagslegu
valdi.14 Við þessar aðstæður taldi hin nýja ríkisstjórn Aristides lítið svigrúm
til aðgerða. Arftaki Aristides, René Préval, sem hlaut 87% atkvæða í for-
setakosningunum 1995 (að vísu við dræma kjörsókn), mátti kljást við enn
erfiðari stöðu.
Tilraunir forsætisráðherra Prévals, Rosnys Smarth, til að koma hinni
óvinsælu áætlun AGS í gegnum þingið ollu því að Lavalas-bandalagið
klofn aði endanlega, bæði innan þings og í landinu sjálfu. Stjórnmálamenn
sem helst felldu sig við forgangsatriði Bandaríkjastjórnar og gengu lengst í
12 Aristide, Eyes of the Heart: Seeking a Path for the Poor in the Age of Globalization,
Monroe 2000.
13 Wargny, Le Monde, 23. febrúar 2004; og Haïti n’existe pas, París 2004.
14 Brahimi bætti því við að forréttindastéttin „mætti vita tvennt: að breytingar á
þjóðfélaginu séu óhjákvæmilegar, en að hvað hugmyndafræði og efnahagslíf snerti
ætti hún vísa samúð Stóra bróður, þ.e. kapítalismans“. Sjá tilvitnun í Haiti Briefing,
25. september 1997.