Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 44

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 44
44 KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR að segja að þessar hugmyndir hafi þróast út frá fyrrnefndri miðstýringu sem hefur löngum verið allsráðandi í Mexíkó. Fræðimaðurinn Fernando García Nuñez er einn þeirra sem hefur kvartað undan áhugaleysi á landamærunum meðal mexíkanskra rithöf- unda. Hann segir: Fæstir mexíkanskir rithöfundar hafa sýnt svæðinu sem slíku áhuga. Það sem hefur komið frá höfuðstaðnum Mexíkóborg eru fræðilegar kenningar um landamærin þar sem einkum er lögð áhersla á að draga fram menningarleg og félagsleg mörk eða mun sem og stjórnmálalegan og efnahagslegan mun á Mexíkó og Bandaríkjunum.10 Slíkur tónn er ekki nýlunda. „Þið hlustið aldrei á okkur“ sögðu íbúar landamæraborgarinnar Reynosa árið 1856, aðeins átta árum eftir að mörk- in voru dregin, uppgefnir á að reyna að ná eyrum yfirvalda í Mexíkóborg og fá þau til að beina sjónum sínum að mörkunum og landsvæðinu í norðri.11 Nú, ríflega 150 árum síðar, má heyra eitthvað svipað. Margir rit- höfundar þaðan hafa tekið undir þetta í seinni tíð eins og verður vikið að síðar. Landamærin koma eigi að síður fyrir í verkum fáeinna rithöfunda frá Mexíkóborg. Má þar t.d. nefna hinn afkastamikla höfund Luis Spota (1925–1985) sem gaf út skáldsöguna Murieron a mitad del río (Þeir fórust í fljótinu miðju) árið 1948. Bókin fjallar um ferðalag þriggja farandverka- manna frá Mexíkóborg sem hyggjast freista gæfunnar norðan markanna. Líkt og fjöldi annarra fara þeir ólöglega yfir fljótið Río Bravo í skjóli nætur (kallað Río Grande norðan megin landamæranna) eftir margra daga ferða- lag frá Mexíkóborg. Eins og má ráða af titli bókarinnar drukknar einn félaganna í fljótinu og nær aldrei til fyrirheitna landsins. Þungamiðja bók- arinnar er þó ekki landamærin og daglegt líf þar, heldur hin illa meðferð sem farandverkamenn og mexíkanskir innflytjendur sættu í Bandaríkjunum á þessum árum. Bókin er skrifuð þegar hinn svonefndi Bracero-samningur var í gildi milli landanna, eða frá 1942 til 1964, en hann kvað á um að Mexíkanar mættu vinna í Bandaríkjunum í tiltekinn tíma. Bók Spota var 10 Fernando García Núñez, „Notas sobre la frontera norte en la novela mexicana“, Cuadernos Americanos, 4–10, júlí–ágúst 1988, bls. 159–168. 11 Manuel Ceballos Ramírez, „La invención de la frontera y del noreste histórico“, bls. 195.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.