Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 74

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 74
74 dóttir Isabel Ramírez sem var Kreóli, það er að segja af annarri kynslóð Spánverja í nýlendunni. Fátt er vitað um föður Juönu annað en þjóðernið en hún var alin upp af móður sinni á búgarði afa síns ásamt fimm systrum. Hún fékk klassíska menntun og eins og ráða má af Svarinu var hún nátengd evrópskum menningarheimi. Hún kom úr umhverfi þar sem hún var í snertingu við fjölbreytileika og fjöltyngi nýlendusamfélagsins. Hún hlust- aði á latneskar messur og hélt uppi samræðum á spænsku, indíánamálum og ýmsum mállýskum.25 Samkvæmt Svarinu var Juana orðin læs þriggja ára og hjá móðurafa sínum komst hún í gott bókasafn sem hún var búin að lesa þegar hún var átta ára gömul. Um svipað leyti var hún send til Mexíkóborgar og var þá ljóst að hún bjó yfir afburða námsgáfum og að fátt gat hamið lærdóms- ástríðu hennar. Fyrst um sinn bjó hún hjá ættingjum en á unglingsárum tóku vísikóngurinn og eiginkona hans Juönu undir sinn verndarvæng. Sor Juana var ekki af aðalsfólki komin og því var vernd vísikóngsins og eigin- konu hans henni mikils virði. Hún bjó við hirðina þar til hún gekk í klaust- ur tuttugu ára gömul. Fyrst reyndi hún fyrir sér í Karmelítaklaustri en yfirgaf það eftir þrjá mánuði og virðist sem hún hafi ekki þolað vel mein- lætalífið sem ástundað var í svo strangri klausturreglu. Einu og hálfu ári síðar gekk hún í klaustur sem tilheyrði reglu heilags Híerónýmusar þar sem ekki var lagt jafn mikið upp úr aga og meinlæti og meira svigrúm var til skrifta og lærdómsiðkana. Þar tók hún upp nafnið Sor Juana Inés de la Cruz.26 Ástæður þess að hún ákvað að ganga í klaustur nefnir hún sjálf í Svarinu, en þar sá hún tækifæri til að halda áfram sinni fræðilegu iðju: Ég gerðist nunna þó að ég vissi að trúarlífið væri að mörgu leyti andstætt eðli mínu (þá á ég við aukaatriði en ekki grundvöll þess), því það var þó minnst óviðeigandi og það háttprúðasta sem ég gat gert til að tryggja sáluhjálp mína, með hliðsjón af algerri höfnun minni á hjónabandi. Sáluhjálpar minnar vegna (sem, þegar alls er gætt, mestu skiptir) gaf óskammfeilið eðli mitt eftir. Það hneigðist til þess að ég byggi ein, hefði engar vinnuskyldur sem hindruðu frelsi mitt til fræðaiðkana og væri laus við klið frá samfélagi sem truflaði sefandi þögn bókanna minna.27 25 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls. 3. 26 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 89–107. 27 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta. Including a Selection of Poems, KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.