Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 74
74
dóttir Isabel Ramírez sem var Kreóli, það er að segja af annarri kynslóð
Spánverja í nýlendunni. Fátt er vitað um föður Juönu annað en þjóðernið
en hún var alin upp af móður sinni á búgarði afa síns ásamt fimm systrum.
Hún fékk klassíska menntun og eins og ráða má af Svarinu var hún nátengd
evrópskum menningarheimi. Hún kom úr umhverfi þar sem hún var í
snertingu við fjölbreytileika og fjöltyngi nýlendusamfélagsins. Hún hlust-
aði á latneskar messur og hélt uppi samræðum á spænsku, indíánamálum
og ýmsum mállýskum.25
Samkvæmt Svarinu var Juana orðin læs þriggja ára og hjá móðurafa
sínum komst hún í gott bókasafn sem hún var búin að lesa þegar hún var
átta ára gömul. Um svipað leyti var hún send til Mexíkóborgar og var þá
ljóst að hún bjó yfir afburða námsgáfum og að fátt gat hamið lærdóms-
ástríðu hennar. Fyrst um sinn bjó hún hjá ættingjum en á unglingsárum
tóku vísikóngurinn og eiginkona hans Juönu undir sinn verndarvæng. Sor
Juana var ekki af aðalsfólki komin og því var vernd vísikóngsins og eigin-
konu hans henni mikils virði. Hún bjó við hirðina þar til hún gekk í klaust-
ur tuttugu ára gömul. Fyrst reyndi hún fyrir sér í Karmelítaklaustri en
yfirgaf það eftir þrjá mánuði og virðist sem hún hafi ekki þolað vel mein-
lætalífið sem ástundað var í svo strangri klausturreglu. Einu og hálfu ári
síðar gekk hún í klaustur sem tilheyrði reglu heilags Híerónýmusar þar
sem ekki var lagt jafn mikið upp úr aga og meinlæti og meira svigrúm var
til skrifta og lærdómsiðkana. Þar tók hún upp nafnið Sor Juana Inés de la
Cruz.26 Ástæður þess að hún ákvað að ganga í klaustur nefnir hún sjálf í
Svarinu, en þar sá hún tækifæri til að halda áfram sinni fræðilegu iðju:
Ég gerðist nunna þó að ég vissi að trúarlífið væri að mörgu leyti
andstætt eðli mínu (þá á ég við aukaatriði en ekki grundvöll
þess), því það var þó minnst óviðeigandi og það háttprúðasta
sem ég gat gert til að tryggja sáluhjálp mína, með hliðsjón af
algerri höfnun minni á hjónabandi. Sáluhjálpar minnar vegna
(sem, þegar alls er gætt, mestu skiptir) gaf óskammfeilið eðli
mitt eftir. Það hneigðist til þess að ég byggi ein, hefði engar
vinnuskyldur sem hindruðu frelsi mitt til fræðaiðkana og væri
laus við klið frá samfélagi sem truflaði sefandi þögn bókanna
minna.27
25 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls. 3.
26 Octavio Paz, Sor Juana Inéz de la Cruz o Las Trampas de la Fe, bls. 89–107.
27 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta. Including a Selection of Poems,
KRISTÍN I. PÁLSDÓTTIR