Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 65

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 65
UNDIR BRÚNNI 65 Mere. Ég setti tvo Coorbjóra í bréfpoka og við gengum spölkorn áður en við komum að Sadyhótelinu. Nóttin var á tíu dollara, en við ætluðum bara að vera þar í nokkra tíma. Á leiðinni bað ég hann um að fara með mig yfir ána daginn eftir. Það yrði fyrsta skiptið mitt hinum megin. Hann bað um innsta herbergið á þriðju hæð, með glugganum sem sneri að Degolladogötu. Honum fannst gott að heyra ys og þys borgarinnar berast þangað inn, það var eins og fjarlægur niður. Svo þótti honum nota- legt hvernig bjarminn af bleiku auglýsingunni á hornhótelinu á móti lýsti upp herbergið. Þá fannst honum eins og hann væri annars staðar og hann sjálfur önnur manneskja. Þetta kvöld naut ég þess að finna líkama hans. Ég vafði mig þétt um hann þar til hann losaði sig frá mér. Hann fékk sér bjórinn og varð alvar- legur. Ég spurði hvers vegna hann hefði rifist við þann græna. Þeir urðu ósáttir vegna einhvers fólks sem hann hafði ferjað yfir. Peningamál, sagði hann og lokaði augunum. Ég beið þangað til hann sofnaði og gat þá virt hann fyrir mér í rólegheitum, stóran og sterkan. Mér fannst ég vera ham- ingjusöm með honum. Mér leist strax vel á Martín þegar hann kom fyrst á veitingastaðinn ásamt öðrum cholo-náungum. Hárið á þeim öllum var snyrtilega greitt aftur og með hárnet þar yfir. Þegar ég spurði hvað þeir vildu fá varð Martín fyrir svörum. Þegar ég kom svo með Coorbjórana spurði hann hvenær ég væri búin í vinnunni. Nokkru seinna beið hann fyrir utan eftir mér. Hann var með uppbrett augnhár og hló með augunum. Það fannst mér traustvekjandi. Strax þá nótt varð ég stúlkan hans. Seinna sagðist hann vinna við það að flytja vaðfugla yfir. Þegar við fórum að kynnast tók ég eftir því að hann fékk sér stundum í pípu. Mér leist ekkert á það og hann gerði grín að mér, ég hvorki drakk né reykti hass, en hann sagði jafnframt að þannig vildi hann hafa mig. Við töluðum um að leigja íbúð og búa saman þangað til við færum til Chicago; þar yrðum við vaðfuglar eins og allir hinir sem fara yfir ána með því að treysta ekki á annað en Guð og gæf- una. Eða eins og fólkið sem felur sig í lestarvögnum klukkustundum saman, oft heilan dag, alveg að kafna úr hita og hræðslu, þar til lestin fer loks að mjakast áfram. Þegar Martín spurði mig hvort ég vildi fara með sér, svaraði ég ekki. Satt að segja hafði ég engan áhuga á að ferðast falin í lestarvagni, eins og pabbi gerði líklega stuttu eftir að við fluttum hingað. Mamma fékk reynd- ar fljótlega vinnu hinum megin, tvo daga í viku hjá bandarískri konu. Aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.