Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 65
UNDIR BRÚNNI
65
Mere. Ég setti tvo Coorbjóra í bréfpoka og við gengum spölkorn áður en
við komum að Sadyhótelinu. Nóttin var á tíu dollara, en við ætluðum bara
að vera þar í nokkra tíma. Á leiðinni bað ég hann um að fara með mig yfir
ána daginn eftir. Það yrði fyrsta skiptið mitt hinum megin.
Hann bað um innsta herbergið á þriðju hæð, með glugganum sem sneri
að Degolladogötu. Honum fannst gott að heyra ys og þys borgarinnar
berast þangað inn, það var eins og fjarlægur niður. Svo þótti honum nota-
legt hvernig bjarminn af bleiku auglýsingunni á hornhótelinu á móti lýsti
upp herbergið. Þá fannst honum eins og hann væri annars staðar og hann
sjálfur önnur manneskja.
Þetta kvöld naut ég þess að finna líkama hans. Ég vafði mig þétt um
hann þar til hann losaði sig frá mér. Hann fékk sér bjórinn og varð alvar-
legur. Ég spurði hvers vegna hann hefði rifist við þann græna. Þeir urðu
ósáttir vegna einhvers fólks sem hann hafði ferjað yfir. Peningamál, sagði
hann og lokaði augunum. Ég beið þangað til hann sofnaði og gat þá virt
hann fyrir mér í rólegheitum, stóran og sterkan. Mér fannst ég vera ham-
ingjusöm með honum.
Mér leist strax vel á Martín þegar hann kom fyrst á veitingastaðinn
ásamt öðrum cholo-náungum. Hárið á þeim öllum var snyrtilega greitt
aftur og með hárnet þar yfir. Þegar ég spurði hvað þeir vildu fá varð
Martín fyrir svörum. Þegar ég kom svo með Coorbjórana spurði hann
hvenær ég væri búin í vinnunni. Nokkru seinna beið hann fyrir utan eftir
mér. Hann var með uppbrett augnhár og hló með augunum. Það fannst
mér traustvekjandi. Strax þá nótt varð ég stúlkan hans. Seinna sagðist hann
vinna við það að flytja vaðfugla yfir. Þegar við fórum að kynnast tók ég
eftir því að hann fékk sér stundum í pípu. Mér leist ekkert á það og hann
gerði grín að mér, ég hvorki drakk né reykti hass, en hann sagði jafnframt
að þannig vildi hann hafa mig. Við töluðum um að leigja íbúð og búa
saman þangað til við færum til Chicago; þar yrðum við vaðfuglar eins og
allir hinir sem fara yfir ána með því að treysta ekki á annað en Guð og gæf-
una. Eða eins og fólkið sem felur sig í lestarvögnum klukkustundum
saman, oft heilan dag, alveg að kafna úr hita og hræðslu, þar til lestin fer
loks að mjakast áfram.
Þegar Martín spurði mig hvort ég vildi fara með sér, svaraði ég ekki.
Satt að segja hafði ég engan áhuga á að ferðast falin í lestarvagni, eins og
pabbi gerði líklega stuttu eftir að við fluttum hingað. Mamma fékk reynd-
ar fljótlega vinnu hinum megin, tvo daga í viku hjá bandarískri konu. Aftur