Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 128

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 128
PETER HallwaRd 128 sigurs FL. Kveikjuna var að finna í smávægilegri tæknilegri athugasemd sem eftirlitsmenn frá Samtökum Ameríkuríkja (OAS) höfðu gert. OAS lýsti raunar kosningunum í maí 2000 sem „miklu afreki af hálfu haítísku þjóðarinnar, sem flykktist í kjörklefana í friði og spekt til að kjósa sér sveit- arstjórnir og ríkisstjórn. Áætlað er að 60% skráðra kjósenda hafi skilað sér á kjörstað“, og „afar fá“ dæmi um ofbeldisverk eða svindl voru skráð. Meira að segja stofnunin Centre for International Policy, sem annars er einörð í andstöðu sinni við FL, tók undir þá skoðun að kosningarnar í maí 2000 hefðu verið „þær bestu hingað til“ á Haítí.41 Í framhaldinu lýsti OAS því yfir að kosningarnar væru „gallaðar“, ekki vegna þess að brögðum hefði verið beitt eða vegna þess hversu afdráttarlaus úrslitin voru, heldur vegna þess hvernig bráðabirgðakjörstjórn Haítí (CEP) stóð að talningu atkvæða til átta þingsæta í öldungadeildinni eftir að sigrar Lavalas höfðu þegar verið færðir til bókar. Í stað þess að taka alla þá fjölmörgu frambjóð- endur sem afar lítið fylgi hlutu með í útreikningi á prósentuhlutföllum brá CEP – sem fer samkvæmt stjórnarskrá Haítí með óskorað og endanlegt úrskurðarvald um hvaðeina sem kosningar snertir – á það ráð að telja aðeins þau atkvæði sem efstu fjórir frambjóðendurnir til hvers þingsætis fyrir sig hlutu. Þegar gengið var út frá þessari aðferð hlutu frambjóðendur Lavalas 16 öldungadeildarsæti í fyrstu umferð og að meðaltali 74% atkvæða.42 OAS-samtökin höfðu sjálf tekið ríkan þátt í að móta þessa talningar- aðferð og engin ástæða er til að ætla að valdahlutföll í öldungadeildinni hefðu orðið önnur þótt annarri aðferð hefði verið beitt. Úrslitin eru bæði í 41 Lokaskýrsla sendinefndar OAS á Haítí, 13. desember 2000, bls. 2. Ítarlegri skýrsla af hálfu International Coalition of Observers komst einnig að þeirri niðurstöðu að kosningarnar 2000 hefðu verið bæði „heiðarlegar og friðsamlegar“: Melinda Miles og Moire Feeney, Elections 2000: Participatory Democracy in Haiti, febrúar 2001. Henry Carey, „Not Perfect, But Improving“, Miami Herald, 12. júní 2000. 42 Haïti Progrès, 31. maí 2000. Svo tekið sé dæmi sem er Lavalas einkar óhagstætt, þá voru greidd 132.613 atkvæði um tvö öldungadeildarþingsæti í norðausturhéraði landsins. Hefðu atkvæði allra frambjóðenda verið talin hefði þurft 33.154 atkvæði til að vinna þingsæti í fyrstu umferð; þegar atkvæði fjögurra efstu frambjóðend- anna höfðu verið talin voru frambjóðendur FL – sem fengu 32.969 og 30.736 atkvæði hvor um sig, en sá keppinautur þeirra sem næstur kom fékk minna en 16.000 atkvæði – lýstir sigurvegarar. Yfirmaður CEP hélt því fram að þessi aðferð væri í samræmi við það sem tíðkast hefði: Haïti Progrès, 28. júní 2000; þessari skoðun var andmælt af hálfu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og andstæðinga FL: James Morrell, „Snatching Defeat from the Jaws of Victory“, Centre for International Policy, ágúst 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.