Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 128
PETER HallwaRd
128
sigurs FL. Kveikjuna var að finna í smávægilegri tæknilegri athugasemd
sem eftirlitsmenn frá Samtökum Ameríkuríkja (OAS) höfðu gert. OAS
lýsti raunar kosningunum í maí 2000 sem „miklu afreki af hálfu haítísku
þjóðarinnar, sem flykktist í kjörklefana í friði og spekt til að kjósa sér sveit-
arstjórnir og ríkisstjórn. Áætlað er að 60% skráðra kjósenda hafi skilað sér
á kjörstað“, og „afar fá“ dæmi um ofbeldisverk eða svindl voru skráð.
Meira að segja stofnunin Centre for International Policy, sem annars er
einörð í andstöðu sinni við FL, tók undir þá skoðun að kosningarnar í maí
2000 hefðu verið „þær bestu hingað til“ á Haítí.41 Í framhaldinu lýsti OAS
því yfir að kosningarnar væru „gallaðar“, ekki vegna þess að brögðum
hefði verið beitt eða vegna þess hversu afdráttarlaus úrslitin voru, heldur
vegna þess hvernig bráðabirgðakjörstjórn Haítí (CEP) stóð að talningu
atkvæða til átta þingsæta í öldungadeildinni eftir að sigrar Lavalas höfðu
þegar verið færðir til bókar. Í stað þess að taka alla þá fjölmörgu frambjóð-
endur sem afar lítið fylgi hlutu með í útreikningi á prósentuhlutföllum brá
CEP – sem fer samkvæmt stjórnarskrá Haítí með óskorað og endanlegt
úrskurðarvald um hvaðeina sem kosningar snertir – á það ráð að telja
aðeins þau atkvæði sem efstu fjórir frambjóðendurnir til hvers þingsætis
fyrir sig hlutu. Þegar gengið var út frá þessari aðferð hlutu frambjóðendur
Lavalas 16 öldungadeildarsæti í fyrstu umferð og að meðaltali 74%
atkvæða.42
OAS-samtökin höfðu sjálf tekið ríkan þátt í að móta þessa talningar-
aðferð og engin ástæða er til að ætla að valdahlutföll í öldungadeildinni
hefðu orðið önnur þótt annarri aðferð hefði verið beitt. Úrslitin eru bæði í
41 Lokaskýrsla sendinefndar OAS á Haítí, 13. desember 2000, bls. 2. Ítarlegri skýrsla
af hálfu International Coalition of Observers komst einnig að þeirri niðurstöðu að
kosningarnar 2000 hefðu verið bæði „heiðarlegar og friðsamlegar“: Melinda Miles
og Moire Feeney, Elections 2000: Participatory Democracy in Haiti, febrúar 2001.
Henry Carey, „Not Perfect, But Improving“, Miami Herald, 12. júní 2000.
42 Haïti Progrès, 31. maí 2000. Svo tekið sé dæmi sem er Lavalas einkar óhagstætt, þá
voru greidd 132.613 atkvæði um tvö öldungadeildarþingsæti í norðausturhéraði
landsins. Hefðu atkvæði allra frambjóðenda verið talin hefði þurft 33.154 atkvæði
til að vinna þingsæti í fyrstu umferð; þegar atkvæði fjögurra efstu frambjóðend-
anna höfðu verið talin voru frambjóðendur FL – sem fengu 32.969 og 30.736
atkvæði hvor um sig, en sá keppinautur þeirra sem næstur kom fékk minna en
16.000 atkvæði – lýstir sigurvegarar. Yfirmaður CEP hélt því fram að þessi aðferð
væri í samræmi við það sem tíðkast hefði: Haïti Progrès, 28. júní 2000; þessari
skoðun var andmælt af hálfu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og andstæðinga
FL: James Morrell, „Snatching Defeat from the Jaws of Victory“, Centre for
International Policy, ágúst 2000.