Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 4

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 4
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR OG BJÖRN ÞORSTEINSSON 4 Þetta fyrsta hefti Ritsins 2009 er helgað Rómönsku Ameríku. Þótt saga hennar sé víða blóði drifin er mannlíf hennar einkar fjölbreytilegt og menningin auðug og þar leita höfundar fyrstu þriggja greina þessa heftis fanga. Hólmfríður Garðarsdóttir ríður á vaðið og fjallar um helstu áfanga í kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku og þann átakanlega en gjarnan einfaldaða veruleika sem endurspeglast í kvikmyndum samtímans. Jón Thoroddsen les í hina margræðu skáldsögu mexíkóska rithöfundarins Car losar Fuentes, Terra nostra, og lýsir því hvernig mannkynssagan – í formi sögulegrar skáldsögu – getur gert okkur kleift að endurmeta og endurnýja söguna og nútímann. Flókinn heimur landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er viðfangsefni Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur sem skoðar ólíkar birtingarmyndir þeirra og merkingu í bókmenntum Mexíkóa og Mexíkóameríkana. Þrjár síðari þemagreinar heftisins eru sögulegra eðlis. Í grein Kristínar I. Pálsdóttur er horfið aftur til 17. aldar. Kristín segir frá lífi og verkum nunnunnar Sor Juana Inés de la Cruz frá Nýja Spáni en hún er einna þekktust fyrir bréf sitt Svar til systur Filoteu af Krossi þar sem hún heldur uppi vörnum fyrir tjáningarfrelsi kvenna og rétt þeirra til að afla sér þekk- ingar. Stefán Ásgeir Guðmundsson fjallar um hinn umdeilda og orðhvassa forseta Venesúela Hugo Chávez og setur stjórnarhætti hans í samhengi við arfleifð „sterka mannsins“ (sp. caudillo) í Rómönsku Ameríku. Seinasta þemagreinin er helguð Haítí. Í henni rekur Peter Hallward sögu Haíti frá því Frakkar staðfestu völd sín þar árið 1697 og til vorsins 2004 þegar lýð- ræðislega kjörnum forseta landsins Jean-Bertrand Aristide var vísað úr landi við fögnuð gömlu herraþjóðarinnar og alþjóðasamfélagsins. Hann afhjúpar ekki síst þá hlutdrægni sem einkennir orðræðu fjölmiðla um mál- efni landsins. Þrjár greinar utan þema birtast í Ritinu í þetta sinn. Hvert sótti Lars von Trier fyrirmynd sína að hinni átakanlegu persónu Bess í kvikmynd- inni Breaking the Waves? Annette Lassen leitast við að svara þessari spurn- ingu í umfjöllun sinni um þjáningar Bess þar sem hún bendir á hliðstæður í heilagra kvenna sögum og ævintýrum H.C. Andersens. Þar næst segir Auður Ingvarsdóttir frá kvenlegum reynsluheimi á miðöldum í grein sinni um margkunnar konur og merkingu orðsins „óborið“ þegar ófætt barn á í hlut. Hún telur orðið vísa til þess barnið hafi fæðst fyrir tímann. Seinasta greinin er svar Róberts H. Haraldssonar við grein Markus Meckl um dönsku skopmyndirnar af Múhameð spámanni og baráttuna fyrir prent-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.