Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 132
132
PETER HallwaRd
nýju, „í þetta skiptið til þess að losna við Aristide og endurreisa haítíska
herinn“. Öðrum kosti, sögðu þeir í viðtali við Washington Post, „ætti CIA
að þjálfa upp og vígbúa haítíska herforingja í útlegð í nágrannaríkinu
Dóminíska lýðveldinu þannig að þeir gætu sjálfir séð um endurkomuna“.47
Ekki ber á öðru en að Bandaríkin hafi fylgt þessari forskrift í einu og öllu.
Uppreisnin sem leiddi að lokum til annars valdaránsins hófst einmitt
þegar svo virtist sem hin nýja ríkisstjórn Aristides fengi loks einhverju
áorkað á sviði stjórnmálanna. Stuttu eftir viðræður sem haldnar voru um
miðjan júlí 2001 í Montana-hótelinu létu Pierre-Charles, forsprakki OPL,
og aðrir leiðtogar CD hafa það eftir sér að þeir væru nálægt því að ná
„algjöru samkomulagi“ við FL. Innan tveggja vikna, nánar tiltekið þann
28. júlí, hófu hópar gamalla hermanna árásir á lögreglustöðvar við landa-
mærin við Dóminíska lýðveldið og drápu í það minnsta fimm lögreglu-
menn. Það sem gerðist næst má heita dæmigert fyrir það viðvarandi
mynstur sem einkenndi framrásina þar til Option Zéro náði markmiði sínu
29. febrúar 2004. Ríkisstjórnin handtók 35 manns sem grunaðir voru um
tengsl við árásirnar, þar á meðal nokkra fylgismenn CD. Í samráði við
sendiherra Bandaríkjanna svaraði CD með því að slíta samningaviðræðum
við FL og hélt því fram að Aristide hefði sjálfur sett árásirnar á svið til að
réttlæta hörkulegar aðgerðir gegn andstæðingum sínum. Svipuð atburða-
rás fylgdi í kjölfar næstu meiriháttar aðgerðar, sem var afdráttarlaus árás á
forsetahöllina í desember 2001.48
Sú atburðarás sem hófst á Haítí 2001 var með öðrum orðum ekki fyrst
og fremst „kreppa í mannréttindamálum“ heldur hálfdulið stríð milli hópa
úr fyrrverandi her landsins og þeirrar réttkjörnu ríkisstjórnar sem leyst
hafði herinn upp. Í skýrslum Amnesty International er því haldið fram að í
það minnsta 20 lögreglumenn eða fylgismenn FL hafi fallið fyrir hendi
uppgjafarhermanna á árinu 2001, og 25 til viðbótar í árásum málaliðasveita
á árinu 2003, flestir á lægri hluta hásléttunnar í miðju landinu, nærri
landamærum Dóminíska lýðveldisins sem Bandaríkin hafa eftirlit með.
Nær óhjákvæmileg afleiðing þessa var sú að stuðningshópar FL víðsvegar
um landið gripu til vopna. Flestir leiðtogar uppreisnarinnar sem á annað
borð voru þekktir höfðu hlotið þjálfun hjá Bandaríkjamönnum og enda
þótt torvelt muni reynast að finna sannanir fyrir beinum stuðningi
47 Washington Post, 2. febrúar 2001.
48 Fatton, Haiti’s Predatory Republic, bls. 184–5, 206–7.