Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 193
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR
193
hlotið tuttugu og eins mánaðar fangelsisdóm fyrir að rita á hliðargrind
hneykslunarorð um kristindóm.32 Mill var talsmaður óvæginnar gagnrýni
á trúarbrögð og taldi að með slíkri gagnrýni mætti losa kirkjuna við bábilj-
ur og hreinræktuð hindurvitni.33 Hann heldur því einnig fram að vilji
menn mótmæla árásum á trú og trúarbrögð ættu þeir frekar að amast við
árásum á trúvillinga en árásum á hina trúuðu.34 Þá bendir hann á að siða-
kenningar og trúarbrögð séu ekki persónur og þau verði því hvorki særð
né móðguð.35 Loks minnir hann á að Kristur var dæmdur til dauða fyrir
guðlast, og Sókrates, hin mikla fyrirmynd allra hugsuða, fyrir guðleysi.36
Mill óttast greinilega að ef við leyfum að frelsi einstaklingsins til að
móðga, særa eða ganga fram af öðrum mönnum sé skert, fáum við ríkinu í
hendur nánast takmarkalaust vald til frelsisskerðingar. „[Þ]au [stjórnvöld]
vita mætavel“, skrifar Mill, „að ef þeim leyfist að bæla niður hæðni [ridi-
cule] og særandi ummæli [invective], þá öðlast þau vald til að bæla niður alla
óvinveitta umfjöllun“.37
Margir af þeim sem skrifa um dönsku teikningarnar leggja áherslu á að
þær særi dýpstu trúartilfinningar múslima og að vegið sé að sjálfsmynd
þeirra.38 Furðu sjaldan er rætt um hættuna sem stafar af því að eitthvert
kennivald, veraldlegt eða geistlegt, geti lagt blátt bann við því að myndir
séu teiknaðar af trúarleiðtoga. Við skulum ekki gleyma því að þegar Mill
hóf rithöfundarferil sinn gátu kristnir menn á Englandi misst opinber
embætti neituðu þeir trúnni á heilaga þrenningu, og gerðu þeir það ítrek-
að gátu þeir átt á hættu að lenda í fangelsi.39 Vilji menn nota Frelsið til að
yfirvega dönsku teikningarnar, og deilurnar um þær, er nærtækast að vísa á
greinina „Religious Persecution“ í sama bindi, bls. 6−8. Þá grein undirritar Mill
sem „Fjandmaður trúarofsókna“ („An Enemy to Religious Persecution“).
32 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 73.
33 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, bls. 18.
34 „[...] for example, if it were necessary to choose, there would be much more need
to discourage offensive attacks on infidelity, than on religion.“ John Stuart Mill,
Collected Works of John Stuart Mill, 18. bindi, bls. 259.
35 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, bls. 21.
36 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 66.
37 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, bls. 16. „It is be cause
they know well that, if they are permitted to suppress ridicule and invective, they
have it in their power to suppress all unfavourable representation.“
38 Sjá til dæmis grein Terry L. Price, „Feinberg’s Offense Principle and the Danish
Cartoons of Muhammad“.
39 Sjá umræðu um þetta í Joseph Hamburger, John Stuart Mill on Liberty and Control,
Princeton: Princeton University Press, 1999, einkum þriðja og fjórða kafla.
Hamburger bendir m.a. á að hefði enskum lögum verið fylgt til hins ítrasta gæti