Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 183

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 183
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR 183 Meckls á Frelsinu. Annars vegar leiðir Mill skaðaregluna6 ekki af hinu „besta mögulega“ samfélagi. Hún stendur einfaldlega vörð um rétt og hagsmuni annarra einstaklinga. Hins vegar er skaðareglan túlkuð of vítt þegar hún er skilin með hliðsjón af því að valda samfélaginu skaða, svo ekki sé minnst á hið „besta mögulega“ samfélag.7 Tilvísunin í Frelsið sem Meckl vísar á máli sínu til stuðnings (126–127, nmgr. 14) sýnir þetta raunar glöggt. Meckl hefur að vísu fellt burt svohljóðandi skýringardæmi úr miðri tilvitnuninni: Sú skoðun, að kornkaupmenn svelti fátæklinga eða einkaeign sé rán, ætti að vera óáreitt, þegar henni er haldið fram í blöð- um. En sama skoðun getur verið refsiverð, sé hún flutt æstum múgi, sem hópazt hefur fyrir dyrum kornkaupmanns, eða henni dreift í flugritum meðal múgsins. Hver sá verknaður, sem veldur öðrum tjóni að ósekju, getur þurft aðhald almenningsálitsins.8 Dæmi Mills sýnir einmitt að ekki er nægilegt að vísa til hugsanlegs sam- félagsskaða þegar endimörk einstaklingsfrelsis eru ákvörðuð, heldur er beinlínis gerð krafa um að umræddur (prent)verknaður valdi einhverjum beinu „tjóni að ósekju“. Skoðanir geta þannig, að mati Mills, „glatað frið- helgi sinni, ef aðstæður valda því, að birting þeirra hvetji beinlínis til ódæðis- verka“.9 Einungis þá komi skerðing skoðanafrelsis til álita. Ekki nægi að benda á að samfélag kornkaupmanna beri einhvern óljósan, ótilgreindan skaða sé umrædd skoðun birt í blöðum – svo ekki sé minnst á skaða sem unnin er gegn „besta mögulega“ samfélaginu – heldur verður að vera hægt að benda á tiltekinn, eða líklegan, skaða unninn öðrum (e. harm to others). 6 Mill notar ekki orðið „skaðaregla“ (e. harm-principle) en hann ræðir um skaða í þessu samhengi. Frelsisregla Mills kveður annars vegar á um að einstaklingurinn beri „enga ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem varða einungis hann sjálfan“ og hins vegar að einstaklingurinn beri „ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni annarra“. John Stuart Mill, Frelsið, bls. 168, 169. Segja má að reglan eða lögmálið feli annars vegar í sér frelsisvernd og hins vegar skaðareglu. 7 Mill gefur ímynduðum eða a.m.k. ónafngreindum andmælendum iðulega orðið í Frelsinu. Þeir benda m.a. á að það sé ábyrgðarleysi og heigulsháttur að „leyfa kenningum að vaða uppi, sem menn telja í allri einlægni hættulegar velferð mannkynsins, í þessu lífi eða öðru“. John Stuart Mill, Frelsið, bls. 57. Mill hafnar þessum rökum. 8 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 111−112. 9 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 111, leturbreyting mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.