Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 115
115
afleiðingin sú að smábændurnir gjalda fyrir sjálfstæði sitt með varanlegri
örbirgð.
Ástæðna þess að örbirgð lagðist yfir landið er að leita í þeirri áratuga-
löngu einangrun sem því var haldið í eftir að það lýsti yfir sjálfstæði – og
var það þó þegar illa statt efnahagslega. Frakkland „endurreisnarinnar“
hóf ekki viðskipti og diplómatísk samskipti við hið nýstofnaða ríki, sem
það þurfti á að halda til að fá þrifist, fyrr en Haítí féllst árið 1825 á að
borga fyrrverandi nýlenduherrum sínum um 150 milljónir franka í „skaða-
bætur“ fyrir þrælamissinn – en sú fjárhæð var álíka stór og fjárlög franska
ríkisins á þessum tíma, eða jafngildi þjóðartekna Haítí í tíu ár – og veita
jafnframt íþyngjandi afslætti á verslun. Hagkerfi landsins var enn í rúst
eftir stríðið við nýlenduherrana og til að geta byrjað að greiða af láninu
neyddist Haítí til að taka lán með okurvöxtum að fjárhæð 24 milljónir
franka í frönskum bönkum í einkaeigu. Enda þótt krafa Frakka hafi að
lokum verið lækkuð úr 150 niður í 90 milljónir franka var staðan sú undir
lok 19. aldar að greiðslur Haítíbúa til Frakka námu um 80% af fjárlögum
ríkisins; Frakkland tók við lokagreiðslunni árið 1947. Þannig hafa
Haítíbúar mátt greiða þrisvar fyrir þrældóminn sem þeir brutust úr: með
vinnu þrælanna, með skaðabótum til Frakka eftir að þeir þurftu að sjá á
bak þrælunum, og að lokum með vöxtum sem lögðust ofan á skaðabæt-
urnar. Enginn annar einstakur þáttur hefur vegið jafn þungt í að festa
Haítí í kerfisbundinni skuldsetningu, en sú skipan mála hefur hvað eftir
annað verið notuð sem „réttlæting“ í hinni löngu sorgarsögu innrása í
landið.
Afdrifaríkustu erlendu afskiptin af málefnum landsins voru þau sem
Woodrow Wilson hratt af stað 1915 og héldust í hendur við refsiaðgerðir
hans gegn mexíkósku byltingunni. Hernám Bandaríkjamanna á Haítí stóð
í nærri því tuttugu ár, og á árunum 1916–24 fylgdi því jafnframt íhlutun í
málefni nágrannaríkisins á eynni, Dóminíska lýðveldisins. Herstjórn
Bandaríkjamanna hratt af stað áætlun af þeim toga sem nú á dögum er
kennd við „kerfisbreytingu“: hún afnam þá grein stjórnarskrárinnar sem
kom í veg fyrir að útlendingar ættu eignir á Haítí, sölsaði seðlabanka rík-
isins undir sig, endurskipulagði hagkerfið til að tryggja að afborganir af
erlendum skuldum yrðu „áreiðanlegri“, sló eign sinni á jarðir og breytti
þeim í plantekrur, og þjálfaði upp ófyrirleitið herlið sem átti fyrir höndum
mikla sigurgöngu á kostnað haítísku þjóðarinnar. Uppreisnir – á borð við
þá sem Charlemagne Peralte stóð fyrir í norðurhluta landsins á fyrstu
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ