Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 185

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 185
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR 185 andmæla þeim sem vilja setja hömlur á einstaklingsfrelsi í nafni háleitra markmiða svo sem sannleika eða þroska almennings.14 Auk þess bendir Mill á að menn missi næstum jafnmikils á að bæla ranga skoðun og rétta, og Meckl vitnar raunar til þeirra ummæla neðanmáls (126, nmgr. 13) en gerir ekkert með þau. Samkvæmt Mill eru það því engin rök fyrir skerð- ingu málfrelsis að skoðunin sé álitin röng að hluta eða í heild sinni. Frelsisskerðing réttlætist einungis af skaða; gæta þarf að því hvort ein- staklingurinn skaði réttmæta hagsmuni annarra, til dæmis með ærumeið- ingum, eigi félagslegt aðhald að koma til álita. Víkjum stuttlega að tveimur öðrum forkólfum í prentfrelsisbaráttunni sem Meckl vísar allítarlega til, þeim John Milton og Andrew Hamilton. Meckl heldur því fram að þegar þessir höfundar börðust fyrir auknu prent- frelsi hafi þeir einungis barist fyrir réttinum til að segja sannleikann, eða rétti manna til að leggja eitthvað fram í sannleiksleitinni. Þannig hafi hið æðra markmið prentfrelsis, sannleikurinn, vísað á endimörk þess. „Í augum púrítanans Miltons hafði kaþólska kirkjan ekkert fram að færa í leitinni að sannleikanum“, skrifar Meckl, „og þar af leiðandi hafði hún engan rétt til að taka þátt í opinberri umræðu“ (126). Áður en við spyrjum hvort Milton hafi verið þessarar skoðunar er vert að vekja athygli á því hve fjandsamleg frelsinu hún er og hve skelfilegar afleiðingar hún hefði fyrir prentfrelsi. Lögmálið sem hér er óbeint vísað til – prentfrelsi takmarkast við það hvort viðkomandi sé álitinn hafa eitthvað fram að færa í sannleiksleitinni – myndi beinlínis ganga af frelsinu dauðu á skömmum tíma væri því fylgt samvisku- samlega. Það er til dæmis ávallt óvissu undirorpið hvort menn hafa í raun eitthvað fram að færa í sannleiksleitinni. Og hafi menn komið auga á algerlega ný sannindi er næsta víst að margir muni telja að þeir hafi ekkert fram að færa í þeirri leit. Einnig er nauðsynlegt að minnast þess að flestir menn, ekki síst hugsuðir, eiga eða gætu átt í glímu við sína eigin „kaþólsku kirkju“, einhvern höfuðóvin sem þeir telja að hafi ekkert fram að færa í leitinni að sannleikanum. Nær endalaus tilefni gæfust til að halda mönnum utan við hina opinberu umræðu væri þessu lögmáli, sem Meckl eignar Milton, fylgt fast eftir. En lýsir Milton, þessi baráttumaður fyrir auknu prentfrelsi, virkilega þessari skoðun í Areopagitica? Í tilvitnuninni sem Meckl hefur eftir honum máli sínu til stuðnings (126, nmgr. 11) er ekkert sagt um sannleika eða lygi, og þar er hvergi sagt að kaþólska kirkjan hafi engan rétt á að taka þátt í 14 Sjá t.d. umræðu Mills um mannvinina í þriðja kafla Frelsisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.