Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 56
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
56
Mexíkó til að vinna við chilitínslu. Sögunni lýkur á því að Martín ferjar
stúlkuna sína yfir og á miðri leið þegar hún virðir fyrir sér skýjakljúfana í
El Paso, auglýsingaspjöldin og fjöllin, er ferjumaðurinn skotinn til bana og
hverfur í ána, ána sem sundrar og sameinar á sinn undarlega hátt. Mere
situr eftir á slöngunni skelfingu lostin og áttar sig ekki á því hvað hefur
gerst. Allir eru horfnir af Svörtubrú. Hana svíður í augun í hitanum, hún
klemmir þau saman og sér þá „þögnina sem áin fleytir áfram“, eins og höf-
undur segir.39 Í þessari mynd árinnar falla náttúran og mannkynssagan
saman og sú þögn sem umlykur allt hið nafnlausa fólk sem aldrei fékk til-
vistarrétt í sögunni.
Í nóvellunni „El reflejo de la luna“ (Mánaskin) dregur höfundur fram
hinn flókna heim sem hefur myndast við mörkin; þar kemur berlega í ljós
hversu óskýr línan er. Vissulega aðskilur hún tvær þjóðir en samfélögin
beggja vegna eru marglagskipt og oft erfitt að henda reiður á þeim. Mörkin
fela ekki einvörðungu í sér togstreitu milli tveggja ólíkra þjóða, engilsax-
neskrar og mexíkanskrar menningar, heldur líka milli ýmissa annarra hópa
og innan þeirra. Hér þarf að hafa í huga að meirihluti íbúa landamæra-
borganna norðan megin er almennt af mexíkönsku bergi, því vilja borg-
irnar oft vera eins og „áframhald“ syðri borganna. Í sögunni skyggnist
Sanmiguel inn í líf Mexíkana sem og Mexíkóameríkana sem búsettir eru
norðan markanna. Þeir koma úr öllum stéttum samfélagsins og þess vegna
má, auk togstreitunnar „norður og suður“, einnig merkja innri togstreitu
milli hinna ýmsu stétta bæði meðal Mexíkana sem og Mexíkó ameríkana.
Þar við bætist togstreitan á milli hópanna tveggja auk togstreitunnar við
bandarískt samfélag. Þannig má sjá að það er mikil fjarlægð t.d. á milli
Mexíkó ameríkana sem eru afkomendur efnaðra Mexíkana sem flýðu til
Banda ríkjanna í mexíkönsku byltingunni í byrjun 20. aldar, og nýkominna
mexíkanskra verkamanna sem oftast koma úr lægri stéttum samfélagsins
og eru mestísar eða indíánar. Þarna koma fyrir splundraðar fjölskyldur sem
búa beggja vegna markanna. Allt getur þetta fólk í raun rakið stöðu sína í
nútímanum til landamæranna og tilkomu þeirra.
Víst er að rithöfundar landamæranna hafa tekist á við mörkin út frá
ýmsum sjónarhornum. Gabriel Trujillo Muñoz gerir það í gegnum glæpa-
söguna El festín de los cuervos (Átveisla hrafnanna, 2002). Hann umvendir
sjónarhorni „miðstýringarinnar“ og horfir á mörkin með augum spæjarans
39 Rosario Sanmiguel, Callejón Sucre y otros relatos, Chihuahua: Ediciones del Azar,
1994, bls. 26.