Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 187

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 187
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR 187 öflugur við hlið Almættisins; hann þarfnast engra reglugerða, herkænsku eða leyfisbréfa til að hrósa sigri [...]“.18 Öfugt við Meckl hefur Milton því engan áhuga á því í Areopagitica að leggja nýjar hömlur á prentfrelsi. Slíkt fer algerlega á skjön við meginmarkmið bæklingsins. Meckl vísar líka til lögfræðingsins Andrews Hamilton í tilraun sinni til að sýna að baráttumenn fyrir prentfrelsi á fyrri öldum hafi, öfugt við verj- endur dönsku teikninganna, áttað sig á endimörkum prentfrelsis. Hamilton þessi fékk skjólstæðing sinn John Peter Zenger sýknaðan í frægu meið- yrðamáli árið 1735. Meckl botnar umræðu sína um Hamilton á eftirfar- andi orðum: „Rétturinn sem Hamilton fékk viðurkenndan er rétturinn til að segja og prenta hið sanna, enda væri sá réttur ófrávíkjanlegt skilyrði þess að samfélag sé starfhæft.“ (127) Í beinu framhaldi af þessari fullyrð- ingu vísar Meckl síðan til þess hvernig krafan um prentfrelsi takmarkist við sannleikann og aðrar hugmyndir „sem skoðanafrelsið átti að gagnast við að hrinda í framkvæmd“ eða raungera (127). Áður en við spyrjum hvort Hamilton hafi lýst þessari skoðun eða afstöðu er vert, líkt og í tilviki Miltons, að velta því fyrir sér hve fjandsamleg málfrelsinu hún er. Stað- hæfing þess efnis að menn hafi rétt til að segja hið sanna til að stuðla að betra samfélagi, hljómar eins og málsgrein úr sovéskum bæklingi eða stjórnarskrá kommúnistaríkis, en ekki varnarriti fyrir prentfrelsi. Þetta er næsti bær við að mönnum sé beinlínis sagt að steinhalda kjafti. Var Hamil- ton þessarar skoðunar? Framsetningarmáti Meckls er sérlega villandi því hann lætur í það skína að Hamilton leggi til almenna takmörkun á prent- frelsi, en staðreyndin er auðvitað sú, líkt og Meckl bendir raunar á fyrr í umfjöllun sinni, að Hamilton er að ræða um ærumeiðandi ummæli (e. libel). Í því samhengi er ávallt ljóst að ósönn ummæli geta verið skaðleg fyrir tiltekinn einstakling eða einstaklinga. Hamilton leggur því ekki til almenna takmörkun á prentfrelsi í þágu sannleikans heldur færir hann þvert á móti rök fyrir því að í vissum, vel skilgreindum, tilvikum megi birta ummæli jafnvel þótt þau séu skaðleg og meiðandi fyrir tiltekinn einstak- ling. Slík ummæli verði að vera sönn og færa verður sönnur á þau. Ef við 18 John Milton, Areopagitica, bls. 128. John Stuart Mill beitir sams konar rökum tveimur öldum síðar. John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, ritstj. J. M. Robson, Toronto: University of Toronto Press, 1984, bls. 7−8. Vert er að árétta að báðir höfundar ræða hér um afdrif sannleikans þar sem andrúmsloft frelsis ríkir. Mill leggur ríka áherslu á það í öðrum kafla Frelsisins að það sé ekki annað en rómantík að halda því fram að sannleikurinn muni sigra jafnvel þótt reynt sé að bæla hann og ofsækja sannleiksleitendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.